Lífið er yndislegt ég get ekki neitað því…… en ég hef verið svo ótrúlega léleg að blogga í sumar og haust já skömm frá að segja hef bara verið ansi upptekin úff… enda er rík þörf á góðri skipulagningu í mínu lífi svo allt gangi vel fyrir sig og ekkert gleymist en mig langar til að deila með ykkur ótrúlegri skemmtilegri reynslu sem ég varð fyrir í sumar 🙂 pínu ótrúlegt en ég miðaldra konan fékk boð um það að hér væri að koma til íslands frægur hönnuður með allt sitt teymi og vantaði íslensk módel. Jógakennarafélagið sendi út á kennara (félagsmenn) “skemmtilegt tækifæri”. Ég sló til sendi af mér öll mál og myndir og takið eftir að þetta hef ég aldrei gert þetta áður ALDREI. Ótrúleg dirfska Í mér ójá bara það eitt að senda frá sér þessar upplýsingar haha.. jú mín gerði það og viti menn ég var boðuð í prufumyndatöku jebb umhum…. hér erum við að tala um Issey Miakey þennann líka fræga japanska hönnuð. Teymið var staðsett á Marina hóteli, órúlega flottur hópur af japönum sem kláruðu málið fljótt og vel enda ótrúlega flinkir og velskipulagðir ( tek það til fyrirmyndar í meistaramánuði). Þarna var ég spurð spjörunum út mynduð og látin máta föt og mynduð enn og aftur. Þessi reynsla var mögnuð og fór í reynslubankann, sátt var ég og glöð því þarna voru auðvitað stúlkur sem ég voru módel ungar og fallegar hver á sinn hátt með ótrúlega slétta og fallega húð eins og barnsrass, sítt og fagurt hár, ljósar, dökkar og skolinhærðar ótrúlega flottar týpur frá Eskimo, Elite, Listdansskólanum ofl…. nú ég þessi miðaldra tók þetta bara á gleðinni og naut og hugsaði með mér úff “what are you doing hear Gyda Dis” … En svo leiðir bara eitt af öðru og ég fór sátt af hótel Marina í mína daglegu vinnu hjá Víkurvögnum og sagði mínum mönnum þar frá þessu var bara opinská leyfði fólkinu að fylgjast með – ha ha fyrst var ég feimin við það en hugsaði með mér ; þetta er bara ákveðin lífsreynsla og afhverju ekki að upplýsa og segja frá enda er um klikkað frægan hönnuð að ræða. Veit til þess að Björg Guðmunds okkar sönkona hefur verið í kjól frá honum 🙂
Nú og svo kom að því að ég fékk boð um það að hafa verið valin sem eitt af modelum fyrir Issey Miakey og gjöra svo vel að mæta á Hótel Marina kl 4:45 að morgni föstudags og allur dagurinn færi í módelstörfin. Við vorum sem sagt á leið á Hveravelli og þar með byrjaði mitt ferli í módelbransanum og endaði sama dag líklegast og kom ekki heim fyrr en undir 22 þá um kvöldið eftir dásamelga skemmtilegan dag með hinum 5 módelunum sem voru allt yngri stúlkur og ég gat auðvitað verið móðir þeirra allra þar á meðal var ein sem átti 18 ára afmæli sama dag og önnur sem kom svo í ljós að ég og mamma hennar vorum saman í grunskólanum og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ótrúlega sátt með daginn og hrikalega gaman að vinna með þessum yndislegu stelpum og japanska teyminu aðeins bílstjóri rútunar var íslendingur … geggjað – öðruvísi – lífsreynsla – afhverju ekki –
Issey Miakey var að mynda allt collectionið sitt frá því 1976 og koma á út bók með allri hans hönun árið 2016 og þá verða ljósmyndirnar og fleirra opinbert ekki fyrr en ég set nú eitthvað hér inn ( ekki módelmyndir ) ….
Ljós og friður til ykkar í meistaramánuði… læt vita af mér af og til segi frá mínu gengi og langar til að heyra frá þér líka!!! Jai bhagwan!