Deities + Chanting ~ Sálin og Guðirnir
Möntrur eru heilög orð sem sögð eru hafa viss áhrif á hugavirkni og efnaskipti heilans, allan líkama okkar og sál. Við víbrum út í alheiminn og inn á við merkingu þeirra og hefur hver mantra sín sérstöku áhrif. Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér. Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær að vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið. Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir. Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar. Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.
Gayatry Mantran
Oṃ bhūr bhuvaḥ svaḥ
tát savitúr váreṇ(i)yaṃ
bhárgo devásya dhīmahi
dhíyo yó naḥ prachodáyāt
Lausleg þýðing;
Ó Drottinn
Þú sem skapaðir alheiminn
Þú sem ert þess verður að vera tilbeðin
Þú sem ert þekking og ljós
Þú sem eyðir allri fáfræði og myrkri
Ég bið þig
Að þú lýsir upp huga minn og vitsmuni
Og leiðir mig í sannleikann allan.
Gayatry bænin er í kaun kjarni Vedafræðana RIGVEDA. Hún er alheimsbæn og fyrir alla. Hún er bæn til hins ÆÐSTA. Óendanlega Guðlega Sannleika að allir menn megi uppljómast til að þekkja hinn æðsta kjarna alls sem er.
Best er að fara með bænina upphátt þrisvar yfir daginn, alla daga á morgnanna, miðjann dag og á kvöldin. Milli 4-8 kvölds og morgna eru helgustu stundir sólahringsins (sattvik) og þær eru því þær best földnu til að ástunda það sem heilagt er og göfugt Við syngjum bænina minnst x 3 í hvert sinn eða 3 x 3 eða 6 x 9 allt uppí 108 sinnum.
OM
BHU BHUVAH SVAH
TAT SAVITUR VARENYUM
BHARGO DEVASYA DHEEMAHE
DHIYO YO NAH PRACHODAYAT
SWAHAH
Eins og sólarupprás eyðir myrkri nætur, eyða geislar Gayatri myrkri og fáfræði og fyrri gjörða og hin Guðlegi kraftur lýsir upp vitsmuni okkar. Hún veitir þekkingu, visku og skarpskyggni til að riðja úr vegi hverskonar hindrunum, veraldlegum sem andlegum. Hin Guðleg orka veitir okkur heilsu og styrk, hreinsar áruna og verndar okkur. Sambandið við Guð (þinn Guð) eflist og styrkist og loks náum við að lifa í Guði. Guð er allt sem er. Guðinn í þér, þinn guð.
Mantran sem við förum með í innsetningu á Anusara jógatíma ( ekki nauðsyn, en oftast gert)
3 sinnum farið með Om-ið
OM~OM~OM
Ómum hindrunum frá okkur
Anusara innsetningin, farið er með innsetningu 3 sinnum;
OM NAMAH SHIVAYA GURAVE
I honor the essense of Being, the Auspicious One,
the luminous Theacher within and without
SACCHIDANANDA MURTAYE
Who assumes the forms of Truth, Consciousness and Bliss
NISHPRAPANCAYA SHANTAYA
Is never absent, full of peace,
NIRALAMBAYA TEJASE
Ultimately free and sparkles with a Divine luster.
Endum á OM 1 x.
Það er dásamlegt að “chanta” möntrur, hér getur þú séð frekari upplýsingar á síðunni hjá mér möntrur og hér en svo eru til margar fallegar útgáfur af td. Gayatree möntrusöng hér
Eða Om Namo Bhagavate Vasudevaya – ég held mikið uppá kirtan söngvara sem kalla sig Shantala hér
Jógarnir mínir í Shree Yoga hafa einnig tekið eftir því að ég er ekki mikið upptekin af “playlista” í jóga. Það er eitthvað sem ekki kallar á kraftmikin og djúpan jógatíma. En hinsvegar spila ég sama eða sömu möntruna aftur og aftur og aftur, reply again and again. Heilög tala 108 … prufi þið að skella á möntru og kirja með. Það geta allir sungið möntrusöng.
Við erum í raun að syngja fyrir okkur sjálf, sálina okkar “deities” eða Guðinn í þér. Sálarkynni okkar eru eins og garðurinn okkar. Það sem fær a vaxa í honum mun bera ávöxt. Sumar jurtirnar í garðinum eru smáar og fyrirferðalitlar og við tökum ekki eftir þeim fyrr en þær gægjast á milli stóru plantanna eða eftir að við höfum reytt í burtu íllgresið. Sálargarðurinn okkar lítur sömu lögmálum og plöntugarðurinn. Við þurfum að snúa okkru að sattviku líferni, hreinu og göfugu eða í átt að sólu. Þurfum að hreinsa illgresið, sem eru rajasik og tamasik hugsanir, tilfinningar og athafnir. Gefa áburð með því að næra hugann með lestri rita, hugleiðslu, möntrusöng og stöðugu gjörhygli starfsemi hugans, þjálfa okkur í að láta tilfinningarnar renna hjá okkur eða í gegnum okkur, ekki stoppa í okkur og taka vitundina yfir, næra þær með því t.d. að hlusta á fagra tónlist, biðja og rækta ástina í lífi okkar. Ástunda öndunaræfingar og möntrusöng og athafnir sem efla okkur á öllum sviðum.
Njótið hátíðar og megi dagarnir verða ykkur bjartari og bjartari. Gerðu það sem er gott fyrir þig og sálina þína.
Jai bhagwan