Er ekki komin tími á einn góðan?
Ég elska súkkulaði og það hefur aldeilis ekki farið fram hjá neinum. Ég ætla hafa þetta stutt og laggott (skrítið orð ) en ég bara hreinlega læt þetta mjög oft eftir mér og “sukka” eins og engin sé morgundagurin og þá passa ég mig á því að hafa eitthvað holt og nærandi og gott stöff sem styður við kerfin mín og reyni að sækjast í það sem hentar minni líkamstegund. Því meir sem ég eldist færist ég meir og meir í Vata doshuna!!! Hvað finnst ykkur og Vötunni líkar alls ekki við kaldan mat! Jebb ég er að skoða að færa mig yfir í meira eldaðan mat samkvæmt Ayurveda fræðunu.
Nærandi súkkulaði drykkur
1 bolli möndlumjól, sólblómamjólk, kókosmjólk eða kókosvatn
1 msk. Maple sýróp, coconut suger eða 2-4 döðlur eða döðlumauk (uppskrift )
½ bolli cacoa duft, hreint – lífrænt /raw eða kakó nibbur 1/4 bolla
1 tsk hversdags sæt kryddblanda sjá hér eða 1 tsk kanil
1 tsk ashwaganda
Kakónibbur, múskat duft eða kanilstangir til að skreyta bollann.
Setjið allt í blandarann, keyrið blandaran í smá stund til að hitinn komi í drykkin.
Setjið í fallegt glas eða bolla
Stráið yfir múskati setjið kanilstangir og jafnvel kakónibbur… nammi namm 🙂
Stundum geri ég hann matarmeiri og set bananana mína 1, 2 og jafnvel þrjá ( trúðu mér ) og chia, haframjöl.
Ashwagandha gerir drykkin að meiri næringu og heilnæmari fyrir þig. Ashwagandha er of talað um sem Indverska gingsenið. Hefur góð uppbyggjandi áhrif, nærandi fyrir bein og beinþéttni og styrkir innkyrtlakerfið.
Það er geggjað að eiga kako nippur og setja þær útí í staðin fyrir kakóduft. Kakónippurnar eru “raw” og það verður meira úr drykknum.
Ef þú vilt “spica” drykkinn en meira upp er smart að setja nokkur cayenne korn útí.
Ef ég á ekki til möndlumjólk þá nota ég möndluhrat eða bara möndlur / kasjúhnetur eru einnig mjög góðar. Alltaf best að leggja möndlurnar í bleyti þær þurfa 8 kls. En kasjú 2 klst.
Döðlumauk:
Setja döðlur í krukku eða skál og vatn fljóta yfir. Leyfa liggja í bleyti ca 20 mín til 60 mýkjast upp (alltaf gott að leggja döðlur í bleyti áður en er notað útí kökur ofl.)
Setjið döðlur í blandarann, hellið af vatninu útí – passa setja ekki of mikið.. bæta frekar meira í. Blanda saman og þú ert komin með dásemdar Döðlumauk eða Döðlusultu.