Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Námskeið haust 2015

Nú eru að detta inn námskeiðin og stundatafla hjá Yogadísinni í Gerplusalnum og Mörkinni 🙂  Það verður fjöldinn allur af námskeiðum, nýir tímar og fjölbreyttir og opnir tímar eins og þið þekkið svo og frábæra nuddið sem dísinn hefur verið að bæta við sig og mun halda áfram að læra og betrumbæta.  Námskeiðin hefjast 14. september n.k.

Meðal annars verða:

  • YOGA & AYURVEDIC  IAyurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína.  Yoga eins og þið þekkið með fjölbreyttni, öndunaræfingum, slökun og Skanninn.  Hver er þín líkamsgerð, nærast á andlegan og líkamlegan hátt og læra inná matarræðið í 4 vikna ferðalagi.  Finna þína leið til að gera þínar eigin hefðir “rituals” sem henta þér og þínum líkama.     Verð krónur 23,900,-
  • YOGA & AYURVEDIC II, framhaldshópur 4 vikur. 
  • Grunnnámskeið í Jóga 4 vikna byrjendanámskeið þar sem þú lærir þekkja jógastöður og tengja þig við þær, öndun ofl.  Þrátt fyrir að vera nokk vanur jógi er oft gott að koma í grunnnámskeið eða byrjendanámskeið.  Hatha Yoga, farið í Pranayama – öndunaræfingar, Asanas – jógastöður og Daharna slökun og hugleiðslu.  Verð krónur 18,900,-
  • Yoga með ungabörnin,  Tímar fyrir ykkur sem eruð með lítið börn sem eru velkomin með ykkur í tímann.   Opnir tímar.
  • Yoga & Raw food, 3 tíma dagsnámskeið.  Verð krónur 7,000,-
  • Yoga & raw food retreat, helgarnámskeið (dags. kemur síðar)  á Kirkjubæjarklaustri umvafin dásamlegri náttúrufegurð, gisting í glæsilegu veiðihóteli í Landbroti.  Innifalið allur matur – hráfæðismatur og sýnikennsla, jóga 2-3 á dag.  Gott að komast í burtu og næra sálina og líkamann innann um dásamlega náttúrufegurð og góðum hóp af jógum og jógynjum.  Það þarf alls ekki að fara út erlendis til að endurhlaða sig.  Íslenska náttúran er meðalið!  Athugið takmarkaður fjöldi.  Verð krónur 49,500,-
  • THAI YOGA BODYWORK MASSAGE, 90 mínútna nudd tími og nú er kynningarverð fram til 10. september krónur 5000,- pr. tími.  Fullt verð kr: 9000.-

Opnir tímar, Prana Power Yoga verða áfram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.: 6:15-7:15, miðvikudagskvöld kl: 19:30-20:45 og Laugardaga kl: 8:30-10:00

ATHUGIÐ nýjung!    Þriðjudagar og fimmtudagar  kl.: 7:00-8:00 Opnir tímar og    

KARLATÍMAR      Mánudagar kl: 12-13:00                                          

YIN Yoga  Föstudaginn 18 sept. kl: 18:30-18:55

Yoga Nidra Föstudaginn 18 sept. kl: 19:00-20:00

Ný staðsetning og spennandi …  þar verð ég með lokað námskeið á þriðjudögum og fimmtudögum!!!!    Nánar auglýst síðar – hefst um miðjan september.

Yogadísin er spennt fyrir komandi hausti og hitta ykkur alla og kynnast nýjum á ferðalaginu.

Jógaleiðin er leiðin heim, í gegnum hjarta sérhvers manns.  Þín upplifun og líðan, leitar eftir jafnvæginu og að heila sjálfan sig.  Klikkað ævintýri sem er ferðalagið þitt.

Njótið og hafið bara samband fyrir frekari upplýsingar.  Nýja stundataflan hefst strax  september og þú ert hjartanlega velkomin í hópinn og njóta með okkur og finna þína andlegu leið og að þú sért algerlega nóg!

Vertu besta útgáfan af sjálfum þér í dag og alla daga.

Kærleikur og ljós.

J A I   B H A G W A N

Gyða Dís

[email protected]

gsm. 822 8803

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math