Hæ hæ finnst þér ekki tími til komin að rita nokkur orð? Uss ég hef alls ekki verið að gefa mér tíma í blogg færslur, hef fært mig meira og meira í Instagram færslur og jú facebook einnig.
En elskurnar ég byrjaði að kenna eða leiða jógatíma já já Hot Jóga tíma hjá Reebok fitness í haust. Það kom smá pása þar sem ég fer alltaf erlendis í námið mitt hjá mínum meistara í nóvember og desember en það er allt komið á bullandi “swing” tímarnir eru í heitum sal / 35 gráður og miklum raka sem við myndum þegar við fyllum salin. Infrarauður hiti sem er hrikalega hollur og notalegur.
Tímarnir eru svona í Lambhaganum:
Miðvikudagar – hádegistímar 12:00-13:00
Föstudagar 17:30-18:45 – cozy – jóga við kertaljós
Laugardagar 12:30-13:30 Teygjur og flæði / vinyasa flæði
Einnig ætla ég að brydda uppá nýjungum og vera með stuttar vinnustofur. Vinnustofa í grunn jógastöðum að flæða úr einni stöðu i aðra og seinni vinnustofan verður farið ýtarlega í höfuðstöðuna og herðastöðu / plóginn.
VINNUSTOFUR Reebok Fitness FAXAFENI :
- Laugardag 2.febrúar kl. 14:30-16:30 Jógagrunnur/öryggi.
- Laugardag 9.febrúar kl. 14:30-16:30 Höfuðstöður / inversion
Þessar vinnustofur eru ætlaðar þeim sem eiga kort hjá Reebok en greiða aukalega kr. 3.000- pr. vinnustofu eða kr. 5.000- bæði námskeið jógaflæði og höfuðstöður.
Í framhaldi af þessu þá er mér ljúft að tilkynna opinberlega um það að ég verð með jógakennara nám í samstarfi við Reebok Fitness. Það hefst 12.apríl 2019 og skráning er hafin. Sjá nánar hér
Hlakka til að vinna með ykkur í salnum. Endilega sendu fyrirspurnir á [email protected]
Athugið!
Ég er enn að kenna í Shree Yoga setrinu í Kópavoginum – það klikkar ekki
Mánudaga, Miðvikudaga og föstudaga klukkan:
6:15-7:15
9:60-10:30
…. stundum á laugardögum 9-10:00
Næsta blogg er allt um kennaranámið 🙂 fylgstu með!
Jai bhagwan