Já gerðu eitthvað sem hreyfir við þér…
Hindranir, lærum að yfirstíga hindranir og sjá að allt er nákvæmlega eins og það á að vera.
Það ert þú sem velur hvaða lest þú tekur í þínu ferðalagi. Ætlar þú að velja sömu lestina með sömu vandamálunum og hugsunum. Hugurinn er svo atorkusamur og vill að sjálfsögðu setjast í sömu lestina og alltaf… aftur og aftur og fá að stjórna. En getur þú platað hugann á einhvern hát, fundið innri styrk og valið aðra lest í stað þess að endurtaka aftur og aftur það sama sem uppfyllir kröfur egósins / hugarins!
Já, ögraðu þér, taktu hina lestina og finndu að það er allt í lagi. Ekki þjóna egóinu, þjónaðu sálinni þinni.
8 lima kerfi sem Indverski spekingurinn Patanjali setti upp og hér tala ég um Niyamas.
NIYAMAS – Innri agi hvernig þú tæklar allt hið innra., það sem leitast skal við að gera, hvernig ég beini og sýri lífinu mínu.
- SAUCHA Hreinleiki, hreinlæti gagnvart líkama, að innan sem utan, umhverfi og heilsufari. Hreinleika í huga og tjáningu. Borða hreinan mat, sattvikan mat. Halda umhverfi hreinu, heimili, vinnustað og náttúrunni.
- SANTHOSHA Æðruleysi, að vera sátt við það sem er, að gera það besta úr öllu. Að lifa í alsælu. Rækta með sér þakklæti og glaðlyndi, vera æðrulaus með allt sem kemur til manns “gott og slæmt” . Treysta fullkomlega á framvinndu lífsins. Auðmýkt er systir æðruleysisins.
- TAPAS Ákveðni, eldur, bruni. Að nota viljann til að gera það sem þarf til að ná árangir og sjálfsaga. Brenna upp innri hindranir. Rækta með sér ákveðni og eldmóð gagnvart daglegum verkum, adlegu leiðinni og daglegri ástundun. Að mæta aftur og aftur á jógadýnuna. Tapas er stundum þýddur sem eldur, eldurinn sem brennur upp fortíðinna, hindranirnar sem við lifum við í dag, eldur sem brennur úrgangi.
- SWADHYAYA Sjálfsskoðun, nám í lögmálum lífsins, að vera opin fyrir nýjum lærdómi á dýpri sviðum lífsvísindanna. Víkka sjóndeildahringinn og þekkingarforðann með lestri góðra bóka, hugleiða boðskap heilagra fræða, leita sannleikans og hugleiða. Vera hlutlaus áhorfandi að sjálfum sér í öllum kringumstæðum.
- ISHWARA -PRANIDHANA Gefa Guði líf sitt, verði Guðs vilji. Gefast leið sálarinnar. Að rækta með sér trúna, einlægni, þolinmæði til að umbreyta mótstöðu egósins, að helga sig Guði og þroskaleiðinni.
Hugsaðu fallegar hugsanir
Talaðau fallega
Gerðu góðverk ~ Seva
KARMA