Jæja tíminn flýgur áfram, komið nýtt ár 2013 og já gleðilegt nýtt ár og megi það vera okkur öllum gjöfult og gæfuríkt og hver og einn njóti hverrar einustu stundar og lifi í sátt við sjálfan sig. Ég vil þakka fyrir mig, svooo ótrúlega margt fallegt og gæfuríkt sem árið 2012 færði mér og ég er endalaust þakklát og stæðsta gjöfin sem ég gaf sjálfri mér 🙂 jógakennaranámið hjá Kristbjörgu minni. Hjartað slær og hjartastöðin er galopin fyrir kærleik til að umvefja og elska sjálfan mig meir og meir og vera meira og meira í stak búin til að elska aðra og gefa frá sér ást og kærleik skilyrðislaust!!!
Pranayama öndun afhverju ættum við að anda eins og ég segji alltaf þegar ég segist þurfa anda og svona! Nú ætla ég að segja ykkur frá því og afhverju ég stunda öndun á hverjum einasta degi helst tvisvar á dag á morgnana og á kvöldin (næ því samt ekki alltaf).
Fyrst og fremst þá róa ég mitt eigið sjálf, taugakerfi mitt og andlega vitund mín eykst til muna. Sálartenging og öll líkamsvitund eykst og ég verð alltaf meira og meira vör við hvern einasta líkamspart. Þegar maður situr í lótusstellingunni með lokuð augun og hverfur aðeins inná við gerast magnaðir hlutir. Ég hreinlega styrkist öll á líkama og sál og heimilisfólkið mitt tekur alveg eftir þessu og gefur mér mitt rými. Morgnarnir eru minn uppáhaldstími þetta þekkja þeir sem mig þekkja best, ég elska að gera jóga og æfa snemma dags. Þegar ég hljóp sem mest þá voru morguntímarnir klikkaðir fór á Esjuna við undirbúning fyrir Laugarvegshlaupið alltaf kl 6. Morgunstund gefur gull í mund. Um leið og þú byrjar að stunda öndun þá hvílistu betur og svefnin verður miklu betri og sem meira er við þurfum minni svefn og það hentar mér vel! En mundu, þú þarft bara aðeins að snúa líkamsklukkuni á þann hátt þú ferð aðeins fyrr að sofa og jebb gefur þér þitt eigið rými og vaknar aðeins fyrr. Gott að byrja anda og sitja í svona 10 mínútur svo getur séð að þú vilt lengja tímann og við förum alveg uppí 1/2 tíma. Öndunin er góð fyrir eða áður en þú ferð íhugleiðslu, við förum í hugleiðslu eftir pranayama öndun alls ekki á meðan við öndum pranayama!
Ef þú ætlar að anda heima hjá þér þá er það sáraeinfalt. Þú finnur þér þinn stað þar sem þú byggir upp orkuna, getur verið inní stofunni eða inná baðherbergi eða inní svefnherbergi en mæli ekki með því að anda uppí rúmi. Hafðu púða hjá þér getur jafnvel sett undir sitthvort hnéið og aðeins undir rass og teppi, trefill eða hugleiðslusjal hvað sem er hér ætlum við okkur að halda hita og njóta alls ekki vera kalt. Við setjumst á gólfið í lótusstellingunni með hrygginn langan og beinan alveg uppí hvirfil (skiptir miklu máli) hendur í chin mudra eða setjumst á stól með báðar fætur í gólfinu og lófa á hné. Sitjum pínu stund leifum loftinu að flæða í gegnum nasirnar og finndu bara hvernig þú verður alltaf meira og meira í stak búin til að síga inná við.
Hér ætla ég að sýna þér hvernig þú átt að fara að því að leiða sjálfan þig inní fullkomna öndun eða þrefalda jóga öndun. Árangurinn er gríðarlegur eins og ég segji alltaf í jógatíma hjá mér, skiptir mig miklu máli og oft má segja að jóga skiptist í þrennt : Pranayama öndun -Asana eða jógastöður og svo Daharna sem er slökun og hugleiðsla. Í raun eru jógastöðurnar ávinningurinn af því að gera jóga bara með því að taka öndun og slökun ertu gera gríðarlega vel og mikið fyrir sjálfan þig… hitt er ef við förum í jógastöðurnar líka erum við að uppskera enn fallegri líkama og berum okkur betur hryggurinn verður langur og fallegur húðin ljómar og öll eins og áður öll líkamsvitundin eykst.
Aðferð; Öndum að þenjum kviðin út, fyllum vel uppí brjóstkassa, lungun og herðar. Öndum frá og tæmum herðar, brjóst og kvið og hér drögum við kviðin alveg inn og aftur í mjóbak. Gerum þetta nokkrum sinnum með augun lokuð. Þegar þú andar að finndu hvernig þú fyllir hvern hluta fyrir sig. Endurtaktu öndunina mjúklega við skulum alls ekki pína okkur gerum þetta rólega til að byrja með. Fyrir lengra komna getum bætt inn að þegar við erum komin upp í herðar að spenna grindarbotninog svo aðeins seinna bætum við hafönduninni við eða ujjaja öndun þeir sem kunna hana.
Ávinningurinn af pranayama öndun er gríðarlegur og meðal annars:
- Færir slökun kyrrð og frið, endurnærir líkamann.
- Færir súrefni útí ystu kima lungnanna.
- Brýtur niður gamla munstrið í grunnri ómeðvitaðri öndun.
- Nuddar líffæri kviðarhols mjúklega og lagar meltinguna, tæmir ristilin og losar harðlífi.
- Styrkir magavöðvana, þindina, hjartað, lungun.
- Pranayama öndun er sérlega góð þegar blæðingar standa yfir,
- Róar taugakerfið og eflir flæði prönunnar um líkamann.
- Lungna getan eykst og súrefnismagn líkamans einnig.
- Súrefnismettun blóðs hjálpar líkamanum að verjast umgangspestum og flensum
- Sýrustig líkamans verður basískara og móttstaða líkamans eykst til muna.
Öndunaræfingar eru stór hluti af jóga iðkuninni, eru áhrifamiklar og geta hjálpað við kvíða og jafnvel svefnvandamálum. Gott er að temja sér þessa öndunartækni og notast við þegar á þarf til dæmis ef þú þarft að koma fram einhversstaðar eða lendir í aðstöðu sem getur verið þér erfið og við svefnleysi. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að jóga getur dregið úr streituviðbrögðum og þar með verið hjálplegt við bæði kvíða og þunglyndi. Minni streituviðbrögð geta líka leitt til lægri hjartsláttar hraða, blóðþrýstings og auðveldað öndun.
Við ástundun pranayama erum við ekki einungis að auka lífsorkuna í öllum frumum líkamans heldur einnig í orkustöðvunum 7 og orkubrautunum tveimur Ida og Pingala og árunni okkar.
Best er að gera Pranayama öndunaræfingarnar á morgnana reglulega á fastandi maga helst á hverjum degi, annan hvern dag eða þriðja hvern dag. Sama skapi með kvöldin alltaf á sama tíma og með tóman maga.
Pranayama, prana þýðir lífsorka því meiri lífsorka því meiri gleði og yama þýðir stjórnun og við stjórnum önduninni….
Jebb ótrúlegur ávinningur og eins og ég segi nú ansi oft í jógatíma hjá mér gæti ég alveg haft heilan tíma, 90 mínútur með fógus á öndun og svo slökun og hugleiðslu alveg mitt uppáhalds….. mæli með því að þið prófið ykkur áfram gera sjálf heima finna ykkar stað sem verður ykkar helgistaður. Mikið atriði að velja alltaf sama stað því þannig byggjum við upp orkuna. Kveikjum á kerti og jafnvel á reykelsi í stutta stund en slökkva áður en þú byrjar að anda.
Hlakka mikið til að heyra í ykkur hvort ykkur takist að anda heima, kíkið við hjá mér í jóga í Prana jógatíma í Egilshöllinni kl. 6:10 á mánudögum og miðvikudagsmorgnum í þeim tímum byrjum við á öndum sitjandi með krosslagðar fætur algerlega ólýsanlegt að gera jóga og öndun á fastandi maga. Hot yoga í höllinni hjá mér á þriðjudögum, fimmtuögum og föstudögum kl 17:30 laugardögum kl. 11:00 í hot yoga nálgumst við pranayama öndun á annan hátt, byrjum standandi öndum inn um nefið og út um muninn.
Þið getið haft samband við mig með tölvupósti [email protected] eða “commentað” hér inná bloggið mitt…. ef þið hafið einhverjar spurningar eða bara til að segja eitthvað skemmtilegt og nú lofa ég betri og meiri bloggi á nýju ári 2013 það er svoooooo ótrúlega margt spennandi í gangi!
Njótið tilverunar og hvers einasta dags. Lifðu lífinu til fulls hvern einasta dag og allir dagar eru hamingjudagar og mundu þú átt það svo sannarlega skilið!
SÁ SEM ANDAR TIL HÁLFS LIFIR TIL HÁLFS
SÁ SEM ANDAR TIL FULLS LIFIR FULLKOMLEGA FRJÁLS
Jai Bhagwan
Heimildir: Jógakennaraskóla Kristbjargar, Sri Swami Ashutosm Muni og Anatomy of yoga.