Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Planki 1-2 mínútur á dag!

Plankinn er árangursrík æfing til að lækka háan blóðþrýsting samkvæmt nýrri rannsókn. 

Plank­astaðan er góð styrktaræf­ing fyr­ir all­an lík­amann ef hún er fram­kvæmd rétt, en hún reyn­ir sér­stak­lega á kviðvöðvana. Þá er mik­il­vægt að hafa oln­boga beint und­ir öxl­um, spenna all­an lík­amann og passa að halda bak­inu beinu, þ.e. ekki fara í fettu eða setja of mikla kryppu á bakið. Mælt er með að halda stöðunni í tvær mín­út­ur.

Hingað til hef­ur þolþjálf­un eins og göng­ur, hlaup og hjól­reiðar verið tal­in væn­leg­asta leiðin til að lækka háan blóðþrýst­ing, en ný­leg rann­sókn bend­ir til þess að ákveðnar styrktaræf­ing­ar skili betri ár­angri en þolþjálf­un. 

Rann­sókn­in birt­ist í Brit­ish Journal of Sports Medic­ine og voru þátt­tak­end­ur 16 þúsund tals­ins. Niður­stöður sýndu að öll hreyf­ing lækkaði háan blóðþrýst­ing. Hins veg­ar voru tvær styrktaræf­ing­ar, ann­ars veg­ar plank­astaða og hins veg­ar hné­beygjustaða við vegg, sem reynd­ust ár­ang­urs­rík­ari en önn­ur hreyf­ing, þar með tal­in þolþjálf­un, til að lækka háan blóðþrýst­ing. 

Höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, Dr. Jamie O’Driscoll, seg­ir ísómetrísk­ar æf­ing­ar sem þess­ar setja allt annað álag á lík­amann en þolþjálf­un en ísómetrísk­ar hreyf­ing­ar eru hannaðar til að byggja upp styrk án þess að hreyfa vöðva eða liðamót. 

„Æfing­arn­ar auka spennu í vöðvun­um þegar stöðunum er haldið í tvær mín­út­ur, en valda síðan skyndi­legu blóðflæði þegar þú slak­ar á. Þetta eyk­ur blóðflæðið, en þú verður að muna að anda,“ seg­ir O’Driscoll í sam­tali við BBC.

Þess­ar ísómetrísku hreyf­ing­ar eru hannaðar til að byggja upp styrk án þess að hreyfa vöðva eða liðamót. 

Þessi frábæra grein hér að ofan er fengin að láni frá MBL, ég heyrði að hjartalæknir hafi mælt einmitt með því að planka þó ekki nema 1 mínútu í dag er ávinningurinn svo mikill og þeir sem díla við háþrýsing ættu endilega að skoða vel.

Aðferð;

  • Byrjaðu á því að fara í plankastöðu
  • Athugaðu herðar framyfir úlnlið
  • Þrýstu vel útí hæla, hælar fyrir ofan tær.
  • Dragðu kviðin inn, rifbein inn
  • Sjáðu fyrir þér logandi kerti undir naflanum þú ert að halda kvið sterkum
  • Farðu niður á hné eftir þörfum
  • Prufaðu í 30 sek í dag og næsta dag bætir þú við 10 sek.

Gangi þér súber vel, þú getur þetta og allt er betra en ekkert.