Plankinn er árangursrík æfing til að lækka háan blóðþrýsting samkvæmt nýrri rannsókn.
Plankastaðan er góð styrktaræfing fyrir allan líkamann ef hún er framkvæmd rétt, en hún reynir sérstaklega á kviðvöðvana. Þá er mikilvægt að hafa olnboga beint undir öxlum, spenna allan líkamann og passa að halda bakinu beinu, þ.e. ekki fara í fettu eða setja of mikla kryppu á bakið. Mælt er með að halda stöðunni í tvær mínútur.
Hingað til hefur þolþjálfun eins og göngur, hlaup og hjólreiðar verið talin vænlegasta leiðin til að lækka háan blóðþrýsting, en nýleg rannsókn bendir til þess að ákveðnar styrktaræfingar skili betri árangri en þolþjálfun.
Rannsóknin birtist í British Journal of Sports Medicine og voru þátttakendur 16 þúsund talsins. Niðurstöður sýndu að öll hreyfing lækkaði háan blóðþrýsting. Hins vegar voru tvær styrktaræfingar, annars vegar plankastaða og hins vegar hnébeygjustaða við vegg, sem reyndust árangursríkari en önnur hreyfing, þar með talin þolþjálfun, til að lækka háan blóðþrýsting.
Höfundur rannsóknarinnar, Dr. Jamie O’Driscoll, segir ísómetrískar æfingar sem þessar setja allt annað álag á líkamann en þolþjálfun en ísómetrískar hreyfingar eru hannaðar til að byggja upp styrk án þess að hreyfa vöðva eða liðamót.
„Æfingarnar auka spennu í vöðvunum þegar stöðunum er haldið í tvær mínútur, en valda síðan skyndilegu blóðflæði þegar þú slakar á. Þetta eykur blóðflæðið, en þú verður að muna að anda,“ segir O’Driscoll í samtali við BBC.
Þessar ísómetrísku hreyfingar eru hannaðar til að byggja upp styrk án þess að hreyfa vöðva eða liðamót.
Þessi frábæra grein hér að ofan er fengin að láni frá MBL, ég heyrði að hjartalæknir hafi mælt einmitt með því að planka þó ekki nema 1 mínútu í dag er ávinningurinn svo mikill og þeir sem díla við háþrýsing ættu endilega að skoða vel.
Aðferð;
- Byrjaðu á því að fara í plankastöðu
- Athugaðu herðar framyfir úlnlið
- Þrýstu vel útí hæla, hælar fyrir ofan tær.
- Dragðu kviðin inn, rifbein inn
- Sjáðu fyrir þér logandi kerti undir naflanum þú ert að halda kvið sterkum
- Farðu niður á hné eftir þörfum
- Prufaðu í 30 sek í dag og næsta dag bætir þú við 10 sek.
Gangi þér súber vel, þú getur þetta og allt er betra en ekkert.