Manipura – Solarplexus skærgula orkustöðin fyrir neðan bringubein. Nú höfum við lokið neðri þríhyrningnum í orkustöðvunum, gerðum það í morguntímanum í dag! En vissir þú að guli liturinn er litur viljastyrks og ákvarðanartöku. Sólarplexus sem og hinar orkustöðvarnar viljum við hafa í jafnvægi. Í jafnvægi sýnir þú; frumkvæði, hefur gott sjálfstraust, hefur allt sem þú vilt, girnist ekki meira þarft ekki meira og ert ekki að dæma og allt er í lagi eins og það er. Í ójafnvægi; orsakar græðgi algert TAMASIK, sjálfhverfu, skortir sjálfstraust, ofur stjórnsemi, stífni, skortir hæfni til að taka ákvörðun… sjáðu fyrir þér Golrir. Já gaman að skoða hvernig hver og ein orkustoð virkar og hvað jóga getur hjálpað okkur með að opna dyrnar pínu lítið og svo aðeins meira og þegar þú ert tilbúin þá galopnast dyrnar og þú ERT. Hlakka til að eiga fleiri jógastundir með ykkur dásamlegu jógar og jógynjur. Uppfæri ykkur síðar hvernig hvernig jógatímarnir verða um páskahelgina hjá mér í Gerplusalnum þegar lokað er í WC. Stefni á tíma n.k. fimmtudag og annann í páskum kl. 9:00 tveggja tíma jóga.