Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Súkkulaði og desertar…

Í gær voru frændurnir mínir fermdir Arnar Leó og Elvar Már 1237556_10203287201291652_391560499_njá yndisleg athöfn í Grafarvogskirkju.  Ræðann hjá prestinnum var svolítið sérstök og líkti fermingarbörnunum við peninga 🙂  í góðri mynd.  En spurning hvort þetta sé löglegt eða ekki að fara svona með íslenska gjaldmiðilin margumrædda eður ei skal ég ekki sagt hafa!  En sumsé það sem presturinn vildi koma til skila til barnanna og notaði 1000 króna seðil og veifaði honum og spurði hver vildi þúsund kallinn… öll réttu þau upp hönd. En svo krumpaði hún og vöðlaði saman og henti í gólfið og traðkaði á honum og spurði aftur ” krakkar vilji þið eignast þennann þúsund kall núna” og enn sögðu þau já 🙂 svo nú reif presturinn þúsundkallinn í tvennt og spurði fermingarbörnin aftur sömu spurningu og ja en færri sögðust vilja seðilinn en sum þó!  Það sem hún vildi meina með þessu athæfi var það að þrátt fyrir að þúsundkallinn væri krumpaður og ljótur og jafnvel rifin héldi hann gildi sínu og jú þú getur farið með hann í banka og fengið nýjann í staðinn fyrir þennann af því hann er rifinn.   Og krakkar sama skapi á þetta við ykkur þó þið séuð miklu miklu miklu meira virði heldur en þúsund kalla þá elskar Guð ykkur alltaf hvar og hvenær sem er – í hvaða aðstæðum sem þið eruð….  þegar þið eldist og verið pínu krumpuð og gömul og veik þá elskar Guð ykkur ávalt og þið getið leitað til hans….  Smart enda mjög skiljanlegt fyrir krakkanna þegar svona myndlíking er notuð á tímum app og smartsíma og þið vitið allt svo miklu hraðar að gerast heldur en hér í denn ekki satt.   En ég dæmi ekki,  kannski er þetta alveg löglegt hver veit, pínu umhugsunarefni jú og líka gott að láta krakkana vita að Guð elskar þau alltaf hvað sem þau gera og gera af sér þá er alltaf hægt að leita til síns GUÐS.  Og ekki má gleyma því að börnin eru að sjálfsögðu mjög verðmæt og meira verðmætari enn nokkur þúsund króna seðill já sei sei já og í augum foreldrana erum þið gull sem glóir ALLTAF.1504095_10152263422463076_480631277_n

Eftir athöfnina var frábærlega skemmtileg veisla í Rúgbrauðsgerðinni með mat og alles já og skemmtilegum skemmtiatriðum ( frá móðurfjölskyldunni ) við í föðurfjölskyldunni vorum ekkert að láta mikið á okkur bera haha mjög hress og skemmtileg veisla 🙂 svo kom kaffi og sætindi með því þetta týpíska kransakaka sem er ógurlega vinsæl og ricekrispís kransakaka, himneskir ávextir og konfekt….  og hrákaka sem ég gerði og sú kláraðist upp á svipstundu!  Og já þess vegna setti ég saman þetta blogg en þessi kaka er bara sú einfaldasta í heimi og geimi og yfir haha…  og lítið mál fyrir ykkur að gera krakkar – það eru góðu fréttirnar en svo þarftu að eiga réttu áhöldin og hráefnið skiptir miklu máli líka!

Tækinn sem við notum eru:

  • Blandari ég nota VitaMIX
  • Matvinnsluvél ég notast við MagiMix

Hráefnið:

  • Hrákakó
  • Döðlur
  • Kókosmjöl
  • Kókosolía ( hrá ) sú besta er dr. George
  • Vaniluduft eða vaniluextract
  • Möndlur
  • Kasjúhnetur (lagðar í bleyti svona 2 tíma ca )
  • Agave
  • Himalayasalt
  • Cayanne pipar  ( valmöguleiki )
  • Appelsínudropar / appelsínubörkur ( valmöguleiki )
  • Kakónibbur
  • Kókosflögur

Svo getur þú breytt til og búið til avacado mús í stað fyllingunar…  jæja sjáðu bara hér neðar!

Og aðferðin er sáraeinföld  – þessi hrákaka klikar ekki!

Blandarinn uppá borð og allt þetta fína hráefni sett í hann :

  • 150 gr. möndlur ( ég byrja reyndar á þeim, svo restin )
  • 150 gr kókosmjöl
  • ca 40 gr kakó
  • 250 gr döðlur ( lagðar í bleyti ja 30 mín, ef þær eru verulega harðar þá lengur )
  • himalaya salt pínu pons eða eftir smekk
  • cayanne piparkorn  – nokkur (lítið í einu)

Hér blandar þú þessu saman og þjappar svo í form, döðlurnar þurfa að blandast vel samanvið og þú finnur þegar þú getur farið að þjappa þessu í form, ég nota oftast eldfast mót frá Rosental þetta stærra. Auðvitað má setja þetta í muffins form, hringlaga form bara hvað dettur þér í hug 🙂  settu svo formið inní frystir og þú gerir fyllinguna.

  • 3 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti svona 2 tíma
  • 1 1/2 dl agave
  • 1 dl kókosolía
  • 4 msk kakoduft ( byrjaðu á þremur og sjáðu svo til )
  • 1 tsk vanilluduft eða vaniluextract ( ég set 1 1/2 )
  • pínu himalayasalt

Áður en þú setur kremið langar þig og ert í stuði til að setja banana bita ofan á kökubotnin það er gott – stundum geri ég það alls ekki alltaf.  Fyllingin framkvæmd þannig að Kasjúhnetur,agave og kokosolíu ( set stundum í vatnsbað / vel volgt vatn – hef fljótandi ) Blöndum þessu saman og þú sérð fljótlega hvort þetta sé ekki orðið silkimjúkt svo setur þú restina af uppskriftinni útí.  Færð silkimjúka áferð umm smakkar til.   Hellir yfir kökubotnin og skreytir eftil vill með kakonibbum eða kóksoflögum. Setjið svo í frysti.

…..   ég breyti alltaf eitthvað til, gerði þessa hráköku fyrir fermingarveisluna hjá tvíburafrændum mínum og snillingum en í kvöld langaði mig agalega mikið í svona köku en jafnframt langaði mig í raun enn meira í avacadómús.  Ég átti til botninn í frysti og snaraði avacadó mús með bönunum ofaná og volla kvöldmaturinn minn bara klár!

Hlakka til að heyra viðbrögðin hjá þér….   njótið vel og prufið ykkur áfram.  Verði ykkur að góðu, JAI BHAGWAN!

2 thoughts on “Súkkulaði og desertar…

  1. Sæl, mig langar að spurja þig hvort þú ert með stærstu eða miðstærð af MagiMix?

  2. Hæ Guðrún ég nota stóru örugglega hef ekki séð minni. Mín er vel stór, iðnaðargræja held ég og virkar hrikalega vel.

    Gangi þér vel.

    Kveðja Gyða Dís

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math