Einn af mínum uppáhaldsdrykk þessa daganna er eplaedik með hungangi. Eplaedik inniheldur lifandi góða gerla og stuðlar að bættri þarmaflóru sem veldur betri og örari meltingu. Það er því einföld og góð lausn fyrir þá sem vilja stuðla að bættri og betri heilsu. Eplaedik er basískt, er súrt á bragið og gerir líkamann basískarann. Gott ráð við bjúgsöfnun og ýmsum húðkvillum. Hér kemur uppskriftin mín að dásamlegum drykk, hreinlega elska þetta súra bragð!
- 2-3 msk. eplaedik
- 1 tsk. hunang
- Soðið vatn
Athugið að við leitumst við að nota lífrænt vottaðar vörur, eplaedikið frá Demeter sem fæst í heilsuhúsnum og Hagkaup er alveg magnað. Villiblóma hunangið frá Himneskt og fæst í Bónus er alveg himneskt.
Kostir eplaediks eru óteljandi, ég tek það fram að ég er engin sérfræðingur en hinsvegar hef ég prófað þetta sjálf og lesið mig til um kosti eplaediksins t.d. hef ég notað edikið sem hárnæringu 1 msk á móti 1 msk af vatni og hárið glansar.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um kosti eplaediksins:
http://en.wikipedia.org/wiki/Apple_cider_vinegar
http://www.heilsuhusid.is/?s=eplaedik
http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_content&task=view&id=436
http://www.care2.com/greenliving/apple-cider-vinegar-miracle-for-home-and-body.html
Elskurnar eigið dásamlega dag.
Namaste.