Þessi orð í hátalarkerfi Icelandair elska ég. Já eftir 22 tíma ferðalag var ég loks að komast á áfangastað og hitta mína elskur allar nema auðvitað þann yngsta sem er enn í Danmörku.
Ég kom heim aðfaranótt laugardags fyrir viku síðan eftir eins og ég segi langt og strangt ferðalag frá Chiang Mai ~ Thailandi. Ég var yfir mig hrifin af landi og þjóð, ferðaðist lítillega, var staðset í norður Thailandi þar sem loftslagið er frekar gott en fór ásamt góðri amerískri vinkonu sem ég kynntist í náminu til Krabi í suður Thailandi á ströndina í 4 daga. Það var ansi ljúft líf, liggja og hvíla sig í mjúkum sandinum, gera jóga og drekka kókosvatn og borða framandi ávexti og taka nokkur sundtök í sjónum. Fegurðin var gríðarleg og og þar hitti ég einu íslendingana sem ég hitti allann þennan tíma í Thailandi og það var upplifun og mjög gaman!
Enn nú hef ég öðlast kennararéttindi í Anusara Yoga sem er ;
Anusara Yoga, eða “Jóga hjartans” var stofnað af John Friend í 1997. Fyrrum nemandi Lyengar (hins fræga sem lést í fyrra). Hann þróaði Anusara kerfið. Það eru ákveðnar reglur og valkostur er varðar innsetningu hvers tíma t.d. er alltaf farið með OM í upphafi tíma og lok tíma og ákveðin mantra sungin á Sanskrit. Jógakennarinn undirbýr flæði gaumgæfilega fyrir hvern tíma ásamt þema … vel skipulagt og það eru nokkar hæðir í jógatímanum. T.d. er alltaf tekin handstaða. Anusara jóga er kerfi sem getur hjálpað við að lina þjáningar og koma í veg fyrir veikindi og meiðsli. Vinna með hjartað, sveigjanleika, úthhald, styrk og jafnvægi, flæði, hugur, líkami og sál. Innri friður.
Það má segja að í Anusara jóga erum við alltaf að leita og kafa eftir því góða og hinu guðdómlega hið innra með okkur. Sjá það góða í hverjum og einum til þess að öðlast færni til að sjá og finna það hjá sjálfum sér. Meðal annars með því að; vekja upp hjartastöðina og meðvitundina, stöðugleika og gleðina hið innra. Gleðin endurspeglast, hún og leyfir hjartanu þínu að skýna eða glitra þessu góða út í samfélagið og alheimin. Það er mjög mikil áherslu á hvernig líkamsstaðan er, jógakennari aðstoðar og leiðréttir nema í tímum. Ávinningurinn er að nemandinn öðlast góða meðvitund um líkamann sinn og fer öruggur í jógastöður, nær enn meiri opnun og tengslum við sjálfan sig og jógastöðuna sem kennarinn leitast við að koma nema í með virðingu fyrir hverjum og einum og þú ert alltaf á þínum eigin forsendum og enn og aftur hlustar á líkama þinn. Með djúpri virðingu fyrir því liðna, ósk um bjarta framtíð með þakklæti og kærleika fyrir því sem er.
Anusara jógakerfi er heilandi og heillandi kerfi og býð ég uppá 5 vikna námskeið sem verður 1 x í viku í 2 1/2 tíma í senn. Lokað námskeið og verður takmarkaður fjöldi… ef þig langar til að vera með endilega sendu mér skilaboð því fyllast fer í námskeiði!
Þakklæti til alls sem er , ég að útskrifast með Anusara Jógakennararéttindi.
Í Thailandi öðlaðist ég einnig enn meiri þekkingu og lærdóm á Thai Yoga Bodywork Massage sem ég tók réttindi í hérlendis fyrir tæpu ári síðan. Þessi tegund nuddi er oft kallað “yoga hvíta mannsins” hefur verið aðlagað að jógateygjum og nudd á orkubrautir og gríðarlega áhrifaríkt og heilandi nudd fyrir alla.
Hér erum við fullklædd ég með húfu í dúnúlpunni og peysu, ullarhosum að læra aðeins meira í Thai Yoga Massage.
Lífið er skemmtilegt og núna er ég búin að opna litla sæta jógasetrið mitt SHREE YOGA á sama stað og ég hef verið að kenna í Versölum 3, 201 Kópavogi í Gerpluhúsinu og fyrir ofan Salarsundlaugina. Alger forréttindi að hafa sundlaugina í sama húsi með góðum pottum og einum ísköldum!
Ég valdi nafnið Shree vegna þess að fegurðin, gleðin og góðvildin í nafninu er svo sterk og höfðaði til mín um leið og það nafn fann mig! Tímataflan í Shree Yoga er hér : http://gydadis.is/timatafla/
SHREE ~ SRI ~ SHRI misjafnt hvernig þú skrifar og hljómburðurinn fannst mér fallegastur eins og ég valdi!
Sem titill ( Sri Lanka, Sri Swami Satchitananda)
SHREE merkir meðal annars hið guðdómlega í öllu sem er, glitrandi fegurð að innann sem utan, gleði og hamingja, góðvild, glitur í augu, stjörnur á himni og Gyðjan Lakshmi er verndari.
Lakshmi (or Laksmi) is the Hindu goddess of wealth, good fortune, youth, and beauty. She is the wife of the great god Vishnu and the pair is often worshipped in tandem as Lakshmi-Narayana. Just as her husband has many avatars when he descends to earth so too Lakshmi takes on different forms:
- Sita, wife of lord Rama
- Dharani, wife of Parashurama,
- Queen Rukmini, wife of Krishna
- Padma, wife of Hari
Lakshmi may also be called Lokamata, ‘mother of the world’ and Lola, meaning fickle, in reference to her seemingly haphazard dispensation of good fortune. Ég þýði fljótlega!
Þessi bloggsíða verður áfram með ýmsum breytingum og uppfærslum þó. Betri og aðgengilegri og Shreeyoga.is þá ferðu inná þessa síðu. Ég mun setja Logoið mitt hér inn fljótlega en þetta geti þið séð hér og nú 🙂
Námskeiðin mín hefjast þann 14. mars n.k. og verður gríðarlegt úrval af tímum í töflunni sem vonandi gæti hentað þér og ykkur sem lesið bloggið mitt!
NÝTT!
- ANUSARA YOGA ( lokaðir tímar / námskeið )
- Jóga fyrir 60 ára og eldri
- Inversion ( höfuðstöður & herðastöður )
- Öndun & hugleiðsla leidd
- Mjúkir jógatímar / Restorative eða endurhlöðun og uppbygging með púðum og rúllum ofl..
Kíktu við hjá mér í setrið Shree Yoga og ég tekk alltaf glöð og þakklát á móti þér. Úrval af Kdeer jógafatnaði og Manduka jógadýnum og fylgihlutum.
Þessar koma í næstu viku!
Megir þú finna hina guðdómlegu fegurð hið innra með þér og leyfa hjartanu að lýsa upp alheimin.
Jai bhagwan.