hérAyurveda læknisfræðin er upprunnin á Indlandi og er nokkur þúsund ára gömul. Nafnið er komið úr sanskrít og er samsett af orðunum „ayur“ sem þýðir „líf“ og „veda“ sem þýðir „vísindi eða þekking“. Hugtakið „ayu“ felur í sér fjóra undirstöðuþætti eða samþættingu hugar, líkama, tilfinninga og sálar.
Ayurveda er heildrænt indverskt lækningakerfi með það að markmiði að veita leiðsögn varðandi mataræði og lífsstíl svo þeir heilbrigðu geti áfram verið heilbrigðir og þeir sem eiga við heilsufarsvandamál að stríða geti bætt líðan sína. Þetta er margbrotið kerfi sem á rætur að rekja til Indlands og er mörg þúsund ára gamalt. Til eru sögulegar heimildir um kerfið í fornum ritum sem kölluð eru einu nafni Veda-ritin. Í einu þeirra, Rig Veda sem er talin rituð fyrir meira en sex þúsund árum, er að finna yfir 60 þúsund lækningaaðferðir við hinum ýmsu sjúkdómum og kvillum. Ayurveda fræðin eru samt talin vera mun eldri og það er ekki litið á þau eingöngu sem lækningakerfi, heldur sem „vísindi lífsins“ eða tímalaus speki. Við erum öll hluti af alheiminum og eins og dýr og plöntur eigum við að lúta lögmálum alheimsins.
Matarræðið skiptir öllu máli. Já það er númer eitt ; FÆÐI það veltur ansi margt á því hvað og hvernig við fóðrum musterið okkar… líkama okkar. Ég hef óbilandi áhuga á Ayurveda fræðunum og lífsstíl. Tel ( af því sem ég hef lesið mig til um ) að við getum stjórnað líðan og heilsu okkar með því einu að halda meltingarkerfinu í góðum “starfhæfu” það er t.d. að skila einu sinni á dag allavega og talið er í læknisfræðinni að megi rekja allt að 80% sjúkdóma til meltingarkerfisins. Hugsaðu þér. Er ekki tími til að skoða aðeins og líta sér um öxl. Í ayurveda fræðunum er talað um Doshurnar þrjár; VATA – PITTA – KAPHA. Að öllum líkindum ertu tvídósa en þó nokkrir þrídósa með jafnt og gott kerfi. Nú undanfarið hefur verið svona Kapha tímabil – vetur kalt. Einnig er talað um efnin fimm eða the five elements; Eter/rými, loft, vatn, eldur og jörð. T.d. eru frumkraftar VATA eter/rými og loft. Frumkraftar PITTA eldur og vatn. Frumkraftar Kapha er vatn og jörð.
Þegar við erum að tala um mat og matarræði þar sem staðhæfing númer eitt í fræðunum er FÆÐI þá er mjög vinsælt hérlendis nú þessa daganna skýrt smjör eða GHEE. Það er bara klikkað klikkað gott í allt – allt sem þér dettur í hug.
Uppskrift af Ghee: Grænt og ósaltað smjör. Góður pottur, hrein matskeið, pískari/sleif, sigti eða síupokar frá Ljósinu og hrein krukka.. sjáðu aðferðina hér getur ekki verið einfaldara 🙂
Ég var með saumaklúbb í vikunni. Fékk æskuvinkonurnar til mín og þeim til kannski undrunar fengu þær heitan mat hí hí ekki hráfæðisgrænmetisstöffið sem yogadísin borðar dagsdaglega í sparimat, morgunmat, hversdagsmat og þar á milli. En get samt sagt ykkur ég borða Ghee… og vel af því geri mína Ayurvediska matarrétti og balansera með Ghee-inu. En aftur að saumaklúbbnum þá bauð ég uppá fiskrétt með Kitcheri og sætum kartöflum og hér er uppskriftin;
Sætar kartöflur með gljáðum Peacanhnetum
Uppskrift sem er sérstaklega góð fyrir Vötu og Pittu minna fyrir Köfuna. Smart uppskrift ef þig langar í eitthvað “spicy and sweet” og sem meðlæti!
- ½ tsk. Cayanne pipar
- ½ tsk. kanil
- 5 Döðlur
- ¼ bolli Ghee (ca 2msk.)
- 3 tsk Mable syróp
- ½ bolli haframjöl (heilir hafrar)
- ½ bolli Peacan hnetur
- Sjávarsalt
- 3 bollar sætar kartöflur
AÐFERÐ: 1 msk. ghee á pönnu og hitið. Mable syróp sett útí og síðan salt og cayenne pipar og kanil. Saxa hnetur og setja útí ásamt höfrunum. Tekur ca 3-5 mín passa hita ekki of mikið. Hneturnar verða gljáðar og fallegar. Umm klikkað gott til að setja yfir ýmislegt t.d. salat!
Hita bakaraofn 180 gráður. Skera sætar kartöflur í litla bita (ef lífrænt er í lagi að hafa hýðið þrífa bara vel) raða í eldfast mót restina af Ghee og velta uppúr. Klippa eða skera döðlur í litla bita og strá salti yfir og gljáðu pecanhnetu og haframjölmixinu yfir. Baka í ca 1 klst.
Er æðislegt og balancer t.d. sykurþörfina. Sæt og sterkt er klikkað smart saman og gott eitt og sér sem aðalréttur. Döðlurnar eru þéttar og kælandi. Hjálpa líkanaum að rífa upp “Ojas” sem er heilbrigt meltingarkerfi.
Þrátt fyrir “sætu” nafnið eins og sætar kartöflur þá er þær ótrúlega góðar og mikið mælt með þeim í Ayruveda fræðunum. T.d. balancer blóðsykurstuðulinn. Pecan hnetur eru mjög góðir protein gjafar og balanca sykurstuðulinn einnig og hjálpa til við að lækka slæma kólesteról.
Fiskréttur;
Ofneldaðir þorskhnakkar úr Ghee og góðum kryddjurtum.
• 800 g þorskhnakkar
• 1 lítill rauðlaukur
• 1 lúka niðursneiddur púrrulaukur
• Dalafeta með kóríander og hvítlauk
• steinselja – fersk
• coriander – fersk
• sítróna
• ólífuolía
• salt og pipar
• 3-4 msk ghee
Ég hef verið með létt saltaða þorkshnakka og rifið roðið af áður en ég sker hann niður.
2 msk. ghee í botn á eldföstu móti. Skerið þorskinn í bita og setjið í eldfast mót. Skerið púrrulaukinn og rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið í formið með fiskinum. Saxið niður steinselju og bætið út á. (Það má líka nota aðrar kryddjurtir eða þurrkuð krydd). Restina af ghee yfir fisk, setjið nokkrar skeiðar af festaosti út á. Hellið aðeins af góðri ólífuolíu yfir. Kreistið safann úr einni sítrónu yfir. Saltið og piprið.
Eldið við 200 gráður í ofni í um 25 mínútur. Stráið söxuðum kóríander yfir þegar rétturinn er tekinn út úr ofninum.
Kitcheri – Basmati grjón og hér er smart að eiga þrýstipott / hraðsuðupott þessi réttur tekur aðeins 10 mín í suðu og öll næringarefnin haldast í pottinum…
Hægt er að hafa þennan Ayurvediska pottrétt bæði þykkan eins og graut eða þynnri eins og súpu… og er ótrúlega balancerandi fyrir allar dósurnar þrjár Vata-Pitta og Kapha;
- 1/2 bolli mung baunir ( liggja í bleyti í 8klst.)
- 3 tsk. Ghee
- 1/2 tsk svört sinnepsfræ
- 1/2 tsk kúmen
- Asofoetida duft af hnífsoddi ( fæst í austurlensku búðunum)
- 1 tsk turmerik
- 1 tsk sjávarsalt ( íslenska )
- 1 bolli basmati hrísgrjón
- 1 tsk cummin duft
- 6 bollar vatn
- 1 tsk corriander duft
- 1 -5 sneiðar engifer.
Setja ghee í pott og hita, setja kryddin útí þar til sinnepsfræin byrja að poppa þá skellir þú baunum útí svo basmati hrísgrjónum. Því næst vatninu og lokið á pottinn og taktu tímann – 10 mínútur taktu þrýstipottin af hellunni og leyfðu að róast þar til þú getur opnað pottinn og maturinn er tilbúin 🙂 útí þetta getur þú sett allt grænmeti sem þér dettur í hug; gulrætur, paprikur, og gert þetta meira af súpu jafnvel. En þessi eins og uppskrift segir til um er góður einn og sér og sérlega hreinsandi og góður fyrir meltingarkerfið – gott að taka skorpu og borða aðeins þennann pottrétt í einhverja daga – basmati grjónin eru auðmelt og mung baunirnar. Ef þú notar venjulegan pott þarftu aðeins meira af vatni og sjóða réttinn í 30-40 mín og hræra í annað slagið. Þessir fínu þrýstipottar fást í IKEA á mjög góðu verði.
Kíktu á þessar uppskriftir og prufaðu eina og eina sem meðlæti eða allt saman. Ég sló þessum rétti upp í “familíu” dinner og allir voru kátir og fannst allt sem eitt algert lostæti.
Njótið elskurnar og lifðu lífinu til fulls. Næsta grunnnámskeið í Yoga & Ayurvedic sem og framhaldsnámskeið (sitthvort námskeiðið) hefjast 7 apríl n.k.
Jai bhagwan.
One thought on “Yoga & Ayurveda lífsstíll.”