Yin Yoga er tilvalið til að efla núvitund og styrkja orkubrautirnar og líffærin. Í Yin Yoga er asana/jógastöðu haldið í 5 – 10 mínútur sem hefur styrkjandi áhrif á bein og bandvef og opnar fyrir orkuflæði í líkamanum. Frábær leið til að auka einbeitingu og liðleikann og um leið er það hugleiðsla inná þau svæði sem við erum að opna. Tíminn byrjar á 25 mínútna Yin æfingum og svo er það Yoga Nidra.
Jóga Nidra er forn jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Ekki síst vegna þess að aðferðin losar um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins.
Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er Jóga Nidra meðvituð, djúp slökun, mætti líka kalla liggjandi hugleiðslu. Í Jóga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna, þar sem engin streita býr og fullkomin eining ríkir. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.
Streita er undirliggjandi orsakaþáttur í mörgum sjúkdómum. Hún getur birst í mismunandi myndum og er stundum svo samofin tilverunni að við tökum jafnvel ekki eftir henni fyrr en hún er farin að valda vandamálum. Jóga Nidra er ein af mörgum aðferðum að vakna til vitundar! Þú gefur líkamanum leyfi til að heila sig, náð jafnvægi og losað um streitu, kvíða og órólegar hugsanir. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.
Prufaðu Yin Yoga & Yoga Nidra. Gott er að koma með klút fyrir andlitið í hlýjum fötum, sokkum og teppi. Dýnur á staðnum kubbar og annað jógadót.
Tímarnir eru annann hvern föstudag kl: 18:30 – 19:50 Speglasal – Gerplu, Versölum 2, II hæð fyrir ofan sundlaugina.
25. september
09.október
16. október.
30. október
13. nóvember
Með kærleikann að vopni eru þér allir vegir færir.
J A I B H A G W A N