Jóga hefur átt hug minn allan undanfarin ár. Jóga er lífið og lífið er jóga. Ég æfi mig töluvert mikið og vanda mig með hreyfingu. Hreyfi mig daglega en tek þó einn dag ~ einn hvíldardag í viku og það eru sunnudagaranir. Þeir eru mér heilagir ***. tja sko ég geri kannski ekki jóga stöður eða aðrar líkamsæfingar en þær að setjast niður í mitt sæti á mínum stað á mínu heimili og geri öndunaræfingar og hugleiði og jú fer út í göngu með hundinn minn hana Esju Ösp.
Ég kynntist þessu æfingakerfi Five Tibetan Rites of Tibetan um það leiti sem ég útskrifaðist sem jógakennari eða stuttu á eftir. Five Tibetan Rites of Tibetan er einnig þekkt sem “Fountain of Youth,” vegna þess hversu magnaðar og áhrifaríkar þessar æfingar eru fyrir allann líkamann. Styrkja í raun allan líkamann þinn, styrkja og teygja aðal vöðvana. Hjálpar þér í baráttunni við jafnvægið, kemur jafnvægi á hormónakerfið og allir sem geta staðið í fæturna og gengið um geta gert þessar æfingar. Þær eru einfaldar, aðeins fimm æfingar og fullorðið fólk yfir 70 er að stunda þessar æfingar og þekki ég nokkra sem gera þessar æfingar daglega til að halda liðleikanum og styrknum í líkamanum. Ég mæli með þessum æfingum fyrir þig og hvern sem er, aðeins fimm auðveldar æfingar og það tekur þig ekki nema mesta lagi 10 mínútr að framkvæma þær. Eins og ég segi hver á ekki auka 10 mínútur daglega til að koma kerfinu sínu af stað, keyra upp púlsin örlítið og njóta svo í slökun í lokin. Alltaf förum við í slökun og róum púlsin.
Þetta er ekkert nýtt kerfi, aldargamalt upprunið frá Tibet sem færist yfir til vestrænna þjóða með þeim sem hafa heimsótt Tibet. Ég hef lesið bókina The Ancient Secret of the Fountain of Youth skrifuð af Peter Kelder. Mögnuð bók, magnaður lestur sem segir til um áhrifin af þessu kerfi. Ég las einnig viðtal við einn vestrænan jóga sem heimsótti Tibet, tók eftir því að fullorðin kona hóf að gera þessar æfingar úti daglega alltaf á sama stað og sama tíma. Hann velti þessu fyrir sér vegna þess að þessi fullorðna kona var með líkama á við tvítuga manneskju. Hann rannsakaði og hóf að gera æfingarnar með henni. Iðullega komu fleirri á staðin til að framkvæma æfingarnar sínar í sinni þögn.
Ég mæli eindregið með því að gera þessar æfingar á morgnanna, ekki á kvöldin vegna þess að þú færð svo brjálaða orku af þessum æfingum. Þegar við byrjum, þá byrjum við rólega og gerum æfingarnar fyrst 7 sinnum og þá allar fimm æfingarnar 7 sinnum. Byggjum upp styrkinn uppí 14 sinnum og svo færum við okkur uppí 21 skipti en aldrei fleiri í einu. Mátt gera þetta 2 eða 3 sinnum á dag en bara ekki á kvöldin.
Rite 1
Byrjar fyrstu æfinguna á því að snúa í hringi í sólarátt. Horfir á þumalfingur á hægri hendi allan tímann og snýrð þér í hringi. Ferð rólega og passar uppá að ekkert sé fyrir fótunum þínum, hafa ca mjaðmabreidd á milli fóta og ég get lofað þér því að þér mun svima en það stafar bara í stutta stund. Þegar þú ert búin með 7 skipti stoppar þú og tekur utan um þig og hallar höfðinu niður að bringu þar til sviminn er farin.
Öndun: Andar inn um nefið og út um nefið, djúpa öndun.
Ráð: Ef þú getur engan vegið spinnað í hringi þá einfaldlega stendur þú kyrr, setur hendur í kaktus ( olnbogar í axlahæð ) andar djúpt að inn og snýrð aðeins til hægri og andar út og snýrð til vinstri.
Rite 2
Leggst á gólfið fyrir kviðæfinguna. Hendur niður með síðu, fætur beinir og lyftir þeim upp og efri líkama um leið og í útöndun færir þú fætur niður og efri líkama niður en ekki láta hæla snerta jörðina. Halda mjóbaki í jörðu og þú munnt finna kviðvinnuna.
Öndun: Andar djúpt þegar þú lyftir fótum og efri líkama upp og andar frá þegar þú færir fætur og efri líkama niður.
Rite 3
Hné í gólfið, gott að setja undir ef þú ert slæm/slæmur í hnjám. Kræktu tám undir þig og settu hendur undir rasskinnar eða aftanverðu lærin. Andar að og hallar þér aftur ( úlfaldinn/ kamel pose) haltu mjöðmum fyrir ofan hné allann tímann. Andar frá hallar höfðinu og höku niður að bringu.
Öndun; Andar að og opnar brjóstkassa, andar frá hallar höku að bringu.
Rite 4
Sest á gólfið með beinar fætur, setur lófana upp við mjaðmir og ýtir þér upp í innöndun í viðsnúna borðið. Andar frá og ferð niður og reynir að halda þér uppi – ekki setja rass/rófubeiní jörðu.
Öndun: Andar að og lyftir framanverðu líkama upp, andar frá og ferð niður.
Rite 5
Hundurinn sem horfir upp og hundurinn sem horfir niður. Kemur þér fyrir í hundinum sem horfir niður og keyrir beint í hundinn sem horfir upp í innöndun. Djúp öndun sem og í öllum æfingunum. Andar frá í hundinn sem horfir niður. Hér ertu komin með eitt skipti og heldur áfram klárar 7 skipti.
Öndun : Andar að í hundin sem horfir upp og andar frá í hundinn sem horfir niður.
Ég gæti dælt hér inn áhrifamætti þessara æfinga og æfingakerfis. Það þarf að gera þær í réttri röð, alltaf að gera hverja æfingu eins oft og þú byrjaðir á þeirri fyrstu…. annað hvort geriri þú þær allar 7, 14 eða 21 sinnum.
Hormónakerfið já við þurfum aldeilis að passa uppá það, sogæðakerfið sömuleiðis og já þú ert að nudda innkirtlakerfið þitt líka, styrkja vöðvana þína, beinin og þéttleikan. Styrkja öndun og lungun þín og það að keyra púlsin upp og já finna maður sé raunverulega á lífi er bara svo dásamleg tilfinning.
Mæli með því að þú prufir að keyra þessar æfingar af stað fyrir þína heilsu og það daglega í einn mánuð.. þar til þú getur fært þig upp í 14 sett… kannski gerir þú það fyrr og þar til þú getur gert þær í 21 skipti. Ég set alltaf sama lagið á 🙂 og geri þessar æfingar ég er innan við 5 mín stundum aðeins 4 mín að gera þær allar 21 skipti. Með æfingunni kemur hraðinn. Vandaðu þig, ekki fara of geyst af stað.
Góða skemmtun.
Jai bhagwan