Gjafakort

Nú loksins er vefsíðan komin í lag eftir langan tíma!

Nú verður hægt að kaupa gjafakort hjá Shree Yoga frá og með morgundeginum 4 desember.  Þú getur keypt fyrir smá og stóra upphæð sem gildir í jóga, nudd, jógaverslunina ( fatnaðinn og super food-ið) nú einnig Ayurveda og nýjasta verða ilmkjarnaolíurnar sem eru einnig að koma í hús á morgun.  Dásemdarolíur frá Floracopeia hreinar og lífrænar olíur.  Ilmirnir eða blöndurnar eru bæði heilandi, heillandi og ilmandi dásamlegir. Ilmkjarnaolíur til að koma jafnvægi á doshur eða líkamstegundirnar skv. Ayurveda Vata – Pitta og Kapha.

Netverslun er að fara í loftið í vikunni.  Þá geti þið bara verslað ykkar Kdeer leggings og toppa, Manduka og hvað sem í boði verður hverju sinni og alltaf einhver tilboð.

Sé ykkur í jógasalnum.  Það má bara alls ekki gleyma ástundinni sinni á aðventunni.  Ef þið komist ekki í tíma þá endilega að aga sig og setjast niður heima í sitt fallega og notalega horn, anda pranayama eða Anu loma Vi loma öndun og hugleiða eitt augnablik.  Já að er alls ekki flókið 🙂

Njótið aðvenutnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math