En hvaðan færðu þá prótein?

Dásamleg spurning,  já en bíddu nú við hvaðan færðu þá próteinið?  Ef þú borðar ekki kjöt og fisk og engar mjólkurvörur…  við sem erum á hráfæði og einnig þeir sem eru grænmetisætur fáum þessa spurningu lang oftast, jebb nánast daglega. Mér finnst gott að fá þessar spurningar og aðalbjútíð er að hafa svarið á hreinu. Ykkur að segja þá er ég að fá prótein úr öllum mat sem ég borða daglega, úr fræjunum og hnetunum og allt sem grænt er svo sem spínati, grænkáli, kryddjurtum og spergilkáli, sellery og svo lengi mætti telja.  Ég tek líka stundum syrpur og nota hampprótein útí súkkulaðisjeikinn minn, úr maca og blómafræflum eða bee pollen.  Hérna langar mig að deila með ykkur uppskrift af hummus sem ég hef útfært á alla kanta og fyrir löngu búin að lofa setja hér inn.

2 bollar     sólblómafræ, sem hafa legið í bleyti í ca 2-4 klst.
½ bolli      sesamfræ, sem lögð hafa verið í bleyti ca 2-4 klst.
3-4 msk    sítrónusafi
2-4 msk    appelsínusafi
1 búnt       steinselja ( nota alltaf eitt búnt stundum meira)
2-3 stk      hvítlauksrif
3 msk        tahini (sesamsmjör)
1 msk        tamari
1 msk        cumin.
Pínu salt og pipar
Slatta af ást og kærleik.

Allt sett í matvinnsluvélina nema sesamfræin og tahini.  Ef þú vilt gera hummusinn aðeins sætari er gott að bæta við 1-2 döðlum. r blöndum við saman í smá stund, bætum við sesamfræjum og tahini, salt og pipar ( bæta við cumin og tamari ef þurfa þykir). Þessi grunnblanda er svakalega smart, en stundum set ég allavega grænmeti útí og sleppi þá tahini. Set t.d. sellery, rauða pakriku,chili (lítið) rauðlauk, karrý, kanil, pínu næringarger og lauksalt.  Endilega prufið ykkur áfram óhrædd, þessi upprskrift er stútfull af próteini og kalki dásamlegt að setja inní kál og vefja upp og líka sem álegg á hrákex eða hvað sem ykkur langar í. Geymist í svona 5 daga í ísskápnum í lokuðu íláti en hey mitt er alltaf búið löngu fyrr haha..  🙂 Ef þið eruð að hugleiða hvað þið setjið ofaní ykkur og langar að breyta til er smart velja einhverja eina til þrjár fæðutegundir í þínu daglega lífi sem gerir lítið sem ekkert fyrir þig. Hentu því út og settu eitthvað eitt annað í staðinn sem er stútfult af næringarefnium eins og t.d. hummusinn.  Hann gæti komið í staðinn fyrir ostinn eða skinkuna á brauðið sem þú bakar.  Nærum líkamann elskurnar og verum vakandi yfir því hvað það er sem vekur upp orkuna í líkamanum og endurnærir frumurnar okkar, þá erum við enn betri og sterkari til að takast á við verkefnin sem við fáum í hendur daglega.  Hér viljum við vekja upp líkamsvitundina, það skiptir svo miklu máli að vita hver þú ert og hvers þú þarfnast til að öðlast dásamlegt líf, þitt er valið.  Namaste.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math