Yogadísin hefur verið gríðarlega upptekin í skipulagningu! Já nú er haustið komið í allri sinni dýrð og litirnir maður minn. Hafi þið tekið eftir þeim! Elska haustið með orange litunum í trjánum og veistu hvað litirnir merkja og hvaða þýðungu þeir hafa? Það er alltaf gaman að pæla í þvi og hér neðst í blogginu sjáið þið litina og hversvegna þú t.d. velur ákveðin lit á jógadýnunni þinni nú eða alltaf sama litin á peysunni eða skónum ha ha þetta er ótrúlegt!!
Já skipulagningin, sko haustið byrjaði með trompi. Ég hætti að kenna í World Class og hóf að kenna mitt jóga Prana Power Yoga í Gerplusalnum. Það er alltaf aukning af jógum sem sækja tímanna hjá mér. Byrjendanámskeiðið fór hins vegar ekki af stað þar sem ekki náðist í næga skráningu – kannski tímasetningin sé ekki góð svo ég ákvað að sleppa því. En skemmtileg nýjung ég er að byrja kenna hjá Hreyfingu 🙂 það kom svona pínu óvænt já verð að segja það. Fékk fyrirspurn frá þeim í Hreyfingu hvort ég gæti hugsað mér að taka að mér kennslu og leiða námskeið hjá þeim. Jú aldeilis leist líka svona svakalega vel á. Námskeiðið byrjar n.k. þriðjudag 30 sept. verð með 6 vikna námskeið sem hefst kl 6:15 – 7:15 🙂 veit aðallega fyrir morgunfólkið!! Tvisvar í viku þriðjudaga og fimmtudaga. Einnig mun ég leiða opin tíma á fimmtudagskvöldum kl 17:30-18:30. Kíktu á auglýsinguna hér ef þú hefur áhuga eða ert að æfa í Hreyfingu https://www.hreyfing.is/vefverslun/namskeid/nytt-kraftjoga-(kk–kvk)/313 já þetta er allt skemmtilegt í bland og bjó þetta fína nafn til Hreyfiborg… ha ha þar sem ég er að kenna í Heilsuborg og verð með mitt námskeið þar og opin tíma 1x viku – svo er ég í Hreyfingu með námskeið og opin tíma 1x í viku og svo er það Prana Power Yoga í Gerplusalnum 5 x í viku sjáðu
Laugardagur 8:30-10:30 PRANA power YOGA / arm balancing
Mánudagur 6:30-7:30 Kröftugur morguntími
Miðvikudagur 6:30-7:30 Kröftugur morguntími
Fimmtudagur 19:30-20:45 Prana Power Yoga / armbalancing
Föstudagur 6:30-7:30 Kröftugur morguntími
Blanda öllu saman – YIN YOGA, RESTORATIVE, NIDRA, HATHA, ASTHANGA, ARMBALANCING og bara allt jóga – Pranayama öndunaræfingar í öllum tíma. Meginatriðið er að rækta huga, líkama og sál. Finna að þú ert hér og nú – njóta stundarinar! Krútið við þetta er að þú getur keypt klippikort 10 tíma á aðeins 8.900.- getur mætt í alla tíma og engin skuldbinding en ef þú kaupir staka tími er tíminn á 1000 kr. en Fimmtudags og Laugardagstímarnir á krónur 2000.-
Ok snúum okkur að litunum þetta er bara lítið og basic, langar til að koma með betri lýsingu fljótlega á bloggið;
Hvirfilstöð – Fjólublár -bleiklillaður – Andleg tilfinning og tenging við almættið. Róandi fyrir líkama og sál. Góður fyrir hugleiðslu, eykur tilgangi og reisn og skýrleika. Ert skilningsríkur og hefur góða hæfileika til að gefa af þér er hreinsandi.
Ennisstöð – Dimmblár – Innsæi, næmi og hugmyndaflug. Róandi. Hjálpar til við að opna innsæi. Er litur guðlegar/divine þekkingu.
Hálsstöð – Himinblár – Tjáning og samskipti, félagsvera, ákveðin persónuleiki og lætur ekki vaða yfir sig…. sönn / sannur sjálfrum þér
Hjartastöð – Grænn – Lífsorkan/prana, tilfinningar okkar.. ást og kærleikur til þín sjálfrar. Jafnvægi, samhæfingu og hvetur til umburðarlyndis og skilnings.
Solar plexus – Gulur – Ósjálfráð viðbrögð okkar, persónuleikinn, vilji, samskipti. Örvar andlega virkni, tilfinningar og traust. Sjálfsvirðing, hjálpar þér að koma þér af stað í ákveðin verkefni….
Hvatastöð – Appelsínugulur – Frjósemi, getnaður, sköpun. Hlýr og orkugefandi. Örvar sköpunargáfu. Fjörlegur litur og leikur í honum.
Rótarstöð – Rauður – Jarðtenging, kraftur. Orkugefandi, örvar tilfinningar og matarlyst. Djarfur litur og eykur sjálfstraustið umhyggju þína fyrir fjölskyldunni.
Svo kannski er einhver ástæða fyrir því að við veljum ákveðin lit á jógadýnunni – sem er okkar félagi !!!
Manduka sendinginn komin í hús!!! jebb á fallega liti af dýnum, brúsarnir komnir aftur og þetta hér er klikkað næs dæmi… sjáðu til dæmis augnpúðana sem eru meðal annars fylltir með lavender olíu, hörfræjum og fleirra til þess að hjálpa þér til að ná ró og frið í slökun.
Hugleiðslupúðar sem eru dásamlegir og teppinn…. ullarteppi úr endurunni ull og vel stór í þessi líka skemmtilega ACI 🙂
Jebb svona er það nú ! Ég ætla nú að fara koma mér í hanska og þrífa hjá mér 🙂 nota helgina því nóg verður fyrir stafni í næstu viku.
Hlakka mikið til að hitta ykkur í jóga hvort heldur í Heilsuborg – Hreyfingu eða bara hjá mér í Hreyfiborg hí hí 🙂 meina sko GERPLUSALNUM í Kópavoginum.
Njótið haustsins og litardýrðarinar.
Jai bhagwan.
Gyða Dís