Handstöðuáskorun 365 dagar

Jæja krakkar vissu þið hvað mér finnst gaman að svona skemmtilegum viðburðum og áskorunum?  Nei ég nebblega vissi það ekki sjálf fyrr en ég fór að kynnast mér betur og betur og meira og meira í gegnum jóga!  Ég sumsé stunda jóga á hverjum degi.  Og þú veist er ekkert endilega að gera bilaðar æfingar – asana – jógastöður…  nei kannski sit ég og anda, fer með bænirnar mínar og möntrur og fer af stað.  Sko það er nefnilega þannig að 80% af öllu jóga eru öndunaræfingar…. og þá er nú eins gott að geta andað krakkar!!!!!!

En jú ég geri einnig mikið af ASANA- jógaæfingar og það nánast daglega – eitthvað stundum mikið og stundum lítið oft bara þegar ég er að kenna og þá er ég eiginlega kannski ekki að gera jóga – heldur að kenna en hvað um það ég ætla setja hér nokkrar myndir inn og mannstu á INSTAGRAMMINU undir #handstada365  og gaman að setja líka #handstand365

Skemmtileg áskorun sem ég held að engin hafi gert hérlendis enda er ég pínu klikk – og viðurkenni það fúslega vera standandi á höndum hingað og þangað og á þessum aldri sem ég er á 49 ára skoooo…..   eins og litlu krakkarnir 🙂 eða þannig er minningin mín um drengina mína tvo fimleikastrákanna Dodda Reynir og Benedikt Rúnar já já og ég geri þetta miðaldra konan…  kannski geri ég þetta alla tíð ef líkami og sál leyfa mér – hver veit??

Hér er einnig myndband til að kenna þér að hoppa upp – og já endilega prófaðu það sakar ekki vertu bara heima upp við vegg og vúbsadeisí þú kemst upp einn góðan veðurdag!  Hey hey þú ég komst ekki þar sem ég er núna fyrir nokkrum árum sko!

Ljós og kærleikur til ykkar

#handstada365

IMG_3826_Fotor

Jai bhagwan

handstaða

IMG_3822_FotorGyða Dís

Hér kemur vídeo upptaka frá því í vor… kíktu á hopp hopp

https://www.youtube.com/watch?v=xGZvIu1mZ4w

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math