Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Orkusprengjan mín ♥♥♥

Dásamlegi morgungrauturinn minn, sem dugar svo lengi fram eftir degi enda stútfullur af öllu því sem gott er fyrir líkama og sál. Uppskriftin er frekar einföld en leggja þarf í bleyti kvöldinu áður hverja korntegund fyrir sig í sérskál og látum vatnið flæða yfir, hér er hugmynd en það þarf alls ekki að nota allar þessar tegundir. Hvað er til í skápnum og nota það svo er alltaf hægt að bæta við og prufa sig áfram þegar fram líða stundir.

Hráefni;
2 msk. hörfræ
2 msk. sólblómafræ
2 msk. sesamfræ
2 msk. chia seed (hræra aðeins saman við vatni
2 msk. Haframjöl ( má sleppa) set þau þá í bleyti með hörfræjunum
1 msk goji ber og 1 msk. cacoa nibs (setja saman í skál og láta vatn fljóta yfir) nota svo vökvan líka.
Það er alveg nóg að setja í bleyti í 10-20 mín.

Leyndarmálið mitt er goji berin og cacoa nibs umm dásamleg blanda. Set þetta svo allt saman útí  hörfræin, helli alls ekki vökvan af hörfræjunum né af goji berjunum.  Vökvin af hörfræjunum er stútfullur af ensýmum og góðu dóti  fyrir kroppin okkar.  Skola síðan hin fræin og blanda saman við hörfræin.  Gott að skera epli, peru eða banana útí, strá 1 msk. af hamp seed (hýðislaus)  yfir og slatta af kanil ofaná.  Nammi nammi namm. Þetta er dásamlegur grautur sem er stúttfullur af próteinum og er lifandi fæði þar sem fræin hafa fengið að spíra yfir nóttina. Gríðarlega góður fyrir meltingarkerfið, hjálpar vel við að hreinsa þar til og heyrst hefur að hörfræin hafa hjálpað til við svitakóf hjá konum á breytingarskeiðinu það finnst mér nbú bara pínu krúttaralegt 🙂  svo er allavega sagt, kannski bara gamlar sögusagnir.  Chia seed eru sögð innihalda  töluvert meira hlutfall af omega 3 fitusýrum heldur enn vilti laxinn.  Þetta er auðvitað það sem ég hef heyrt og lesið, endilega kynnið ykkur gæði chia seed.   Og hérna elskurnar alls ekki gleyma því mikilvægasta,  að setja ást og kærleik í orkusprengjuna og grauturinn verður enn betri og fallegri fyrir vikið.    ♥♥♥ Namaste ♥

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Salvia_hispanica

 

 

 

 

3 thoughts on “Orkusprengjan mín ♥♥♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math