Gyða Dís

Yoga, heilsa og vellíðan

Prjónafíkill….

Veit ekki alveg hvað er í gangi með mig óó jú kannski hef svolítið mikið skemmtilegt að gera.  Er að vinna hjá Víkurvögnum að selja dráttarbeisli, kerrur og varahluti og allt til kerrusmíða, er líka jógakennari hjá World Class Egilshöll þar kenni ég Hot Yoga tvisvar í viku og í haust byrjar aftur Prana jóga í heitum sal tvisvar sinnum í viku.  Svo á ég dásamlega fjölskyldu strákarnir mínir fjórir eða fimm með Neró labbanum okkar ( má ekki gleyma honum ) þarf aðeins að sinna fjölskyldu og heimilinu þó tíminn sé ansi lítill til að standa í endalausum þrifum bæði innandyra sem utandyra hehe…

En ég hef samt verið að prjóna oggulítið þetta vor og sumar.  Ástæðanfyrir prjónaleysinu í mér er tvíþætt annars vegar tímaleysi vegna jógakennaranám sem ég kláraði í byrjun júní og svo hinsvegar vegna vinnu.  Annað mál er að ég fékk mér svona svakalega smarta axlaklemmu sem ég hef verið að díla við síðan í vor t.d. er alveg bannað að fara í armbeygju eða chaturanga en kemur ekki að sök er alveg á fullu að laga mig með ýmsum ráðum meðal annars öndun, anda ljósinu inní verkina er algerlega ólýsanlega gott – prufið þetta á ykkur krakkar!

Svo er það fjölskyldan mín, elsti strákurinn minn Doddi Reynir er komin heim frá Dubai þar sem hann hefur búið síðastliðið eina og hálfa árið verið þar að leika sér unnið sem fimleikaþjálfari.  Miðlungurinn Ragnar Þór hefur haft í nógu að snúast meðal annars var að setja í loftið nýja síðu sem heitir www.skipta.is frekar spennandi verkefni hjá honum og vini hans.  Benedikt Rúnar minn yngsti sem verður 17 ára í desember leitar af bíl eins og engin sé morgundagurinn… hann fór með mér til Dubai í júní, fórum í 10 daga ferð og skemmtum við okkur alveg konunglega vel saman hlógum mikið og sáum ótrúlegustu hluti bíla, hús, byggingar, fólk, krydd og gull og margt óeteljandi já gullsjálfsala, pælið í því.  Og svo fjórði gaurinn minn hann Valli nagli er búin aldeilis að standa sig vel með sjálfan sig og kynningu á myndinni Bláa naglanum og sölu á naglanum að ég tali ekki um alla vinnuna á bak við naglann.  Enda er hann alger nagli sjálfur, hefur aldeilis hreyft við karlpeningnum hérlendis og von bráðar erlendis líka þar sem búið er að texta myndina og hún komin í hendur á umboðsaðila. En Nero labbinn okkar á pínu erfitt varð 10 ára í byrjun júlí og er komin með gigt og má kannski ekki fara í langa göngutúra né stutta hlaupatúra með mér.  Ennnnnnnn þrátt fyrir allt var ég að klára að prjóna eitt dásamlega fallegt Babuji ungbarnateppi handa einni fallegri og sattvikri dömu sem fæddist í Mai sl.  Gefst samt ekki upp því ég var að sjá svo flotta liti sem mig langar að prjóna úr appelsínugult, búrgundi, grátt og brúnt….  jebb fallegir litir og bjartir.

En elskurnar er að koma sterkt inn núna og mun blogga mjög fljótlega aftur ekkert hangs lengur.  Munið bara þetta ; þú ert  fullkomin nákvæmlega eins og þú ert…  láttu engan segja þér neitt annað, algerlega einstök mannvera og pældu í því engin er eins og þú – algerlega einstök mannvera.   Namaste.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math