Spergilkál

Spergilkálð er hrein dásemd og nú sem aldrei fyrr er mikið til af íslenska græna og fallega spergilkálinu í verslunum um allt land.  Endilega prufið að nota spergilkálið á allann hátt sem ykkur dettur í hug.  En hér er ég með ofureinfalda uppskrift af þessum dásamlega ofur grænmeti svo hrikalega einfalt að það hálfa væri nóg.  Hér erum við að tala um einn haus af spergilkáli, olíu og skál…  allt of sumt og toppurinn er að strá pínu himalaya salti yfir. Þetta er gríðarlega vinsæll “réttur” og margir af mínum vinum orðnir algerlega háðir honum, enda hrein dásemd!!

Aðferð:  Takið Spergilkálið og skolið, skerið í bita  (nota stilkin líka).  Setjið í skál, takið olífuolíu eða hampolíu ( elska hampolíuna) ég kýs hampolíu og hellið yfir kálið.  Nuddið nú olíunni inní blómið og passið að allt baðast í olíunni.  Stráið aðeins himalaya saltinu yfir og búmmmm  klikkað góður réttur tilbúin!!!   Best er að láta vera í ískáp og taka sig í eina klukkustund eða svo.  Gott með öllum mat eða bara eitt og sér í kvöldmat 🙂 nammi nammi nammmmmm.

Áhrif spergilkálsins eru meðal annars. 

Taugakerfið,  spergilkál inniheldur mikið magn af kalíum sem hjálpar að okkur í að viðhalda taugakerfinu, heilastarfsemin og vöðvauppbyggingunni heilbrigðari,

Blóðþrýstingur,  ásamt því að innihalda mikið magn af kalíum þá inniheldur spergilkál einnig magnesium og kalk sem hjálpa við að halda blóðþrýstinginum eðlilegum og jöfnum.

Vitamín C,  einn bolli af spergilkáli inniheldur ráðlagðan dagskamt af C vítamíni og áhrifaríku andoxunarefnum.

Heilbrigði beina, spergilkál inniheldur eins og fyrr sagði mikið magn af kalsíum einnig K-vítamíni sem bæði eru mjög nauðsynlegt til að verjast beinþynningu og styrkja beinabúskapinn í líkamanum.

Sólbruni,  spergilkálið aðstoðar okkur við að endurgera og leiðrétta húðina t.d eftir sólbruna einnig hjálpar það við að losa okkur við eitrun eða úrgang úr húðinni.

Ónæmiskerfið, styrkir ónæmiskerfið, inniheldur beta-karótín, snefilefni eins og sink og selen.

Forvörn gegn krabbameini,  spergilkál inniheldur mjög svo öflug andoxunarefni sem eru góðar forvarnir gegn krabbameini t.d. glucaraphanin, h.pylori og indole-3-carbinol og í þokkabót styðja þessi efni við lifrastarfsemina.                                                                                                                                                                              

… krakkar endilega skoðið þessa frábæru og einföldu leið í átt að bættum lífstíl og heilbrigði.  Það þarf alls ekki að baða kálið í olíunni, hægt að nota hrátt eða létt gufusjóða.  T.d. hitavatn í potti, þegar suðan er komin upp þá taka af helli og slökkva á hellunni.  Spergilkálið er tilbúið og skorið hellið því í pottin setjið lokið á og takið pottinn strax upp hellið innihaldinu í sigti  og búmmmmm  fáið dökkgrænt og fallegt spergilkál án þess að vera búin að eyðileggja það með að sjóða í mauk inniheldur enn góðu efnin og er mýkra undir tönn…  bara alls ekki að sjóða eins og var gert í gamla daga

Njótið lífsins, hugum að líkama okkar og hvað við setjum ofaní okkur.  Það þurfa alls ekki allir dagar að vera nammidagar – en krakkar þegar þið prufið þessa aðferð á kálinu þá er þetta algert nammi….   Segi enn og aftur ég er enginn sérfræðingur né snillingur, hægt er að lesa sig til á netinu bara googla broccoli and benefits…   eða áhrif brokkolísins 🙂 Namaste!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math