Jæja það er bara byrjað !!! Sumarið!!! Með sínum kulda og jafnvel snjókomu hér og þar um landið. Það er samt sem áður margt hægt að gera til þess að gleðjast, ekki satt?
- Klæða sig aðeins betur ( ekki pakka vetrarfötunum)
- Anda inn feguðrinni allt um kring
- Jákvæðni í alla staði – þú ferð lengra
- Sundlaugar, æfðu sundtökin í sumar
- Fjallgöngur, æfðu þig í litlu lágu fellunum hér allt um kring
- Lestur góðra bókar
- Hjólaferðir, æfði hjólið og hjólaþrekið í sumar
- Hoppaðu, æfðu hoppið og blöðruna já og síðast en ekki síst styrkja beinin þín
- Sippaðu, æfðu sippið í sumar.
- Gerðu æfingar sem styrkja þig og liðka, já til dæmis “five rites of tibetian” sjáðu hér https://shreeyoga.is/5-tibet-aefingar-sem-thu-aettir-ad-gera-hverjum-degi/
Þetta allt ætla ég að gera og meira til í sumar en fyrst og fremst ætla ég að taka mér frí frá jógakennslu í tvo mánuði!!!!!!!! Já hvað finnst þér? Þetta hef ég alls ekki gert síðan ég byrjaði að kenna 2012 áður en ég útskrifaðist sem jógakennari. Ég er hvergi að segja skilið við jógakennslu – láttu þér ekki detta það í hug. Þetta eru mínar ær og kýr! Í alvöru ég ætla breyta til og vinna aðeins meira á tannlæknastofunni, vinna í sjálfri mér – sjálfsrækt. Ætla hlaupa um í skóginum í leit af viltu stelpunni í mér – sækja krakkann og leyfa henni að blómstra á jákvæðan og sterkann hátt.
Ég mun vera með aðeins öðruvísi “pop upp” jóga í eitt til þrjú skipti í sumar. Fer allt eftir aðsókn ofl. Fyrsti tíminn verður nú um mánaðarmótin júní / júlí ( allt eftir veðri ). Við erum að tala um Kampavíns jóga…. jebb ég nenni ekki bjórjóga – finnst bjór alls ekki góður en hjálpi mér hvað kampavínið er gott!! Ertu til? Þetta verðu auglýst, staðsetning, tímasetning og dagsetning og verð.
- Miðvikudagurinn 30. júní
- Miðvikudagurinn 28. júlí
- Miðvikudagurinn 25. ágúst
En vittu til dagsetningar gætu svo sannarlega breyst – veðrið spilar stóran leik í þessu hamingjukasti sem jóga – skógarjóga og kampavínsjóga getur verið.
Síðasti tími tímabilsins var á föstudaginn og þá las ég þennan fallega texta um hina sterku og sérstöku konu sem oftar en ekki er barin niður af umhverfinu já og samfélaginu. Fær ekki að vera eins og hún er í raun og veru….. Bókin er um hina viltu kvenerkitýpu.
Gjörðu svo vel og megi sumarið vera þinn tími elsku vinur og vinkona. Jai bhagwan, jai jai jai OM.
Dr. Clarissa Pinkola Estés er þekktur sálfræðingur sem hefur m.a. ritað bókina um Konur sem hlaupa með úlfum. Bókina um hina villtu kvenerkitýpu. Konuna sem á erfitt með að beygja sig undir reglur samfélagsins um hlutverk kvenna. Konuna sem elskar tunglið meira en nokkur annar. Konan sem hefur verið kölluð kvenúlfurinn (she wolf), eða „La loba“ á mexíkósku.
Erkitýpan um villtu konuna á sér langa sögu og er talið að langflestar konur geta tengt við hana á einhverjum tímapunkti. Eftirfarandi er útskýring á villtu konunni út frá kenningum Estés.
Villta konan fæðist
Samkvæmt dr. Estés er villta konan einstök allt frá upphafi. Hún á ekki heima í fjölskyldunni sinni og ekki í samfélaginu. Hún á erfitt með að beygja sig undir það sem almennt telst gilda fyrir konur. Reglur eru til að brjóta þær, eða finna undanþágu á að mati villtu konunnar.
Hún vill ekki klæða sig eins og aðrar stelpur. Hún á það til að hlaupa út úr húsinu, berfætt og hálfklædd í þægilegum fötum. Hún elskar náttúruna sem barn. Þegar hún á að koma heim á kvöldin, þarf að draga hana inn. Hún er villt í eðli sínu, með mikla orku og gamla sál.
Þessar stúlkur fara oft ungar að heiman. Þær upplifa höfnun, því fjölskyldan hefur ekki skilning fyrir þeim og reynir að setja þær í fyrirframskilgreindan kassa sem þær vita að þær eiga ekki heima í.
Þær fara því oft of ungar að heiman, upplifa erfitt líf, fá lítinn stuðning og lenda í ógöngum.
Villta konan finnur sinn lífstíl
Það getur vel verið að þessi tegund af konu finni sinn rólega fasta lífstíl, en hún þarf að gera það á eigin forsendum, frjáls. Það er sagt að fyrir þessa konu sé auðveldara að ráfa um frjáls að leita að sínu umhverfi, heldur en að sitja föst í umhverfi sem hún á ekki heima í.
Hún þráir mikla hlýju og ást. En þessar tilfinningar verður hún að finna skilyrðislausar. Hún mun prófa ástmann sinn með því að koma og fara. Hún mun finna ástina með manni sem lítur á hana eins og tré eða blóm, sem leyfir henni að vaxa, breytast og þroskast stöðugt. Sá sem hvetur hana áfram og þorir í leiðangurinn með henni.
Villta konan aðstoðar aðrar konur
Villta konan er fljót að bera kennsl á aðrar konur með þetta eðli. Þær geta einnig verið erfiðar við þær konur sem hafa náð að bæla niður villt eðli sitt, því þær minna á það sem þær geta ekki gert.
Þegar þær hafa komið sér fyrir í sínu náttúrulega umhverfi geta þær byrjað að aðstoða aðrar konur með þetta villta eðli. Þær hjálpa öðrum villtum konum í leit sinni að frelsi og standa með þeim þegar enginn annar skilur staðinn sem þær eru á.
Þær hugsa: „Ég vona að þú hlaupir frjáls og búir til sögur, sem er lífið, og þú vinnir með þessar sögur, vökvir þær með blóði þínu, sáir hlátri þangað til lífið byrjar að verða þessi saga sem þú munt vaxa inn í og byrja að blómstra sjálf inn í.“
Þegar villta eldri konan hittir yngri konu á sama leiðangri er það sú sem hvíslar: „Húsverkin eru endalaus, í raun besta leiðin til að stoppa okkur konur frá því að skapa. Skapaðu fyrst og gerðu svo.“ Það er konan sem hvíslar: „Taktu ábyrgð á þínu lífi, farðu út og gerðu það sem þú þarft að gera.“
Opnaðu augun og þá ferðu að sjá ótrúlegt magn af villtum konum sem hafa fundið sinn stað í lífinu á hljóðlátan skynsaman hátt. Þetta eru konurnar sem eru raunverulega frjálsar, sem fengu tækifæri á að velja, staðinn sinn og stund. – ( fengið að láni frá MBL.)