Jógakennaranámið

Til þess að ég öðlast réttindi sem jógakennari þá fylgir náminu að leiða alla vega 20 tíma í jógakennslu. Maður byrjar á fjölskyldunni svo vinum og eitt leiðir af öðru þar til maður  verður að teygja sig svo svolítið útfyrir þægindarrammann og skella sér í djúpu laugina. Og það gerði ég í gær,  ég hef boðið foreldrum í félaginu Einstökum börnum að koma og upplifa jóga með mér.  Býð uppá byrjendajóga, slökkun og hugleiðslu.  Ég hef verið félagi í Einstökum börnum til margra ára,  starfað þar í stjórn félagsins, í ritnefnd og margt fleira skemmtilegt og félagið hefur gert svo dásamlega og einstaka hluti fyrir okkur fjölskylduna að nú var kominn tími á að borga aðeins tilbaka með því að bjóða langþreyttum foreldrum í jóga.  Gærdagurinn var dásamleg upplifun!

Hér getið þið fræðst um félagið  www.einstokborn.is.

Mæli með því að þið prufið að gera eitthvað eitt sem ykkur hefði aldrei dottið í hug að gera eða gætuð nokkurntímann gert, vegna þess að hugurinn segir og stjórnar okkur stundum algerlega og þar af leiðandi er hann búin að ákveða það að við getum ekki. Það er alveg þess virði að rannsaka sjálfan sig og vera.  Namaste.

One Reply to “Jógakennaranámið”

  1. Elsku vinkona. Tíminn hjá þér í gær gaf mér orku til að takast á við daginn í dag. þú ert fædd fyrir það sem þú ert að gera í dag og geislar þínir upplýsa allt og alla sem eru í návist þinni. Ég er ekkert smá stolt af þér Gyða mín og tek það sem þú miðlar til mín alveg inn að hjartarótum:)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Please Do the Math